12 Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna! 13 Þú, sem sagðir í hjarta þínu: "Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri.
14 Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!"
15 Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar.
16 Þeim sem sjá þig, verður starsýnt á þig, þeir virða þig fyrir sér: "Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi konungsríkin,
17 gjörði jarðkringluna að eyðimörk, eyddi borgir hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi?"
18 Allir konungar þjóðanna liggja virðulega grafnir, hver í sínu húsi,
19 en þér er fleygt út, langt frá gröf þinni, eins og auvirðilegum kvisti. Þú ert þakinn dauðra manna búkum, þeirra er lagðir voru sverði, eins og fótum troðið hræ.
20 Við þá, sem stíga niður í steinlagðar grafir, hefir þú eigi samneyti, því að land þitt hefir þú eytt, myrt þjóð þína. Eigi skal nefnt verða að eilífu afsprengi illvirkjanna.
21 Búið nú sonum hans rauðan serk sakir misgjörða feðra þeirra. Eigi skulu þeir fá risið á legg og lagt undir sig jörðina né fyllt jarðkringluna rústum!
22 Ég vil rísa upp í gegn þeim, segir Drottinn allsherjar, og afmá nafn og leifar Babýlonsborgar, ætt og afkomendur _ segir Drottinn.
23 Ég vil gefa hana stjörnuhegrum til eignar og láta hana verða að vatnsmýri. Ég vil sópa henni burt með sópi eyðingarinnar, segir Drottinn allsherjar.
24 Drottinn allsherjar hefir svarið og sagt: Sannlega, það, sem ég hefi fyrirhugað, skal verða og það, sem ég hefi ályktað, skal framgang fá.
25 Ég mun sundurmola Assýríu í landi mínu og fótum troða hana á fjöllum mínum. Skal þá ok hennar af þeim tekið og byrði hennar tekin af herðum þeirra.
26 Þetta er sú ráðstöfun, sem áformuð er um alla jörðina, og þetta er sú hönd, sem út er rétt gegn öllum þjóðum.
27 Drottinn allsherjar hefir ályktað þetta; hver má ónýta það? Það er hans hönd, sem út er rétt. Hver má kippa henni aftur?
28 Þessi spádómur var birtur árið, sem Akas konungur andaðist.
29 Gleðst þú eigi, gjörvöll Filistea, af því að stafurinn, sem sló þig, er í sundur brotinn, því að út af rót höggormsins mun naðra koma og ávöxtur hennar verða flugdreki.
30 Hinir allralítilmótlegustu skulu hafa viðurværi, og hinir fátæku hvílast óhultir, en rót þína vil ég með hungri deyða, og leifarnar af þér munu drepnar verða.
Athugasemdir
mjög athyglisvert!Leviathan sjálfur bara orðinn að krókódíl þarna en eitt sem ég var að spá í, er það satt að apókrýfuritin verði í nýju Biblíuþýðingunni sem er væntanleg?
halkatla, 8.8.2007 kl. 10:23
Já engin smá þýðingarvilla Leviathan sjálfur bara orðinn að smá krókódíli ég vona það sé satt að apókrýfuritin verði í nýju Biblíuþýðingunni það væri frábært .
:)
Jóhann Helgason, 8.8.2007 kl. 10:36
Lucifer (af latneska orðinu lux, lucis, „ljós“, og ferre, „að bera, færa“) er rómverkst hugtak á sviði stjörnufræði fyrir „morgunstjörnuna“, þ.e. stjörnuna Venus. Á 5. öld var biblían þýdd af kirkjuföðurnum Jeróme á latínu. Þar kemur orðið Lucifer („Ljós-beri“) fyrir í fyrsta sinn sem þýðing á versum 12-14 í 14. kafla Jesaja-ritsins. Jeróme þýddi Biblíu sína úr grísku (hinni sk. sjötíumannaþýðingu eða Septúagintu, biblíuþýðing sem Konstantínus keisari lét gera á fjórðu öld). Gríska orðið sem hér ræðir um er heosphoros („sá sem ber dögunina með sér“) og er viðurnefni Venusar. Í hebreskum frumtexta þessara versa stendur הילל בן שחר (heilel ben-shachar), sem merkir „Helel (hinn bjarti) sonur Shachar (dögunar)“. Helel, eða morgunstjarnan, var babýlónskur guð sem var sonur babýlónska guðsins Shahar, sem var guð dögunarinnar. Jesaja 14.12 er réttilega þýdd svo: „Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna!“. Í Jesaja-ritinu kemur þessi titill fyrir sem hluti spámannlegrar sýnar spámannsins og látin vísa til konungs babýlóníu og hroka hans til að sýna fram á örlög hans sem eru þau sömu og örlög hinnar goðsögulegu morgunstjörnu (Venusar). Í Jesaja-ritinu hefur þetta ekkert að gera með síðari tíma vangaveltur um Lúsifer/Satan sem fallinn erkiengil og holdgervings hins illa (eins og næsta vers á eftir sýnir glöggt: „Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna!“ Jesaja-ritið er skrifað á tímum Babýlónsku herleiðingarinnar og ætlað sem huggunarrit og uppörvunarrit til handa hinum herleiddu gyðingum í Babýlón og er boðskapur ritsins að þjáning þeirra sé senn á enda þar sem Babýlónska heimsveldið mun falla (sjá kafla 55-66 Jesajaritsins). Jesaja er hér sumsé að vísa til vinsæls sæmdartitils Babýlónukonungs. Það var fyrir önnur áhrif og síðartíma að þessi texti var túlkaður í þá átt að hér væri um að ræða eiginnafn Satans.
Og já, Apókrýfu bækur Gamla testamentisins koma nú loks að nýju inn í íslensku Biblíuútgáfuna eftir allt of langa fjarvist.
Kveðja.
Gunnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 15:27
Hæ þetta er allt saman afar fróðlegt, ætli maður geti ekki nálgast Apókrýfuritin á Íslensku í bókabúð, án þess að þurfa kaupa nýju biblíu þýðinguna.?
Annars smá pæling ef ég má, hvers vegna töldu kirkjufeðurnir að Apokrýfuritin væru óæskileg í Biblíuna eins og hún er í dag?
Linda, 8.8.2007 kl. 16:23
það er æðislegt að apókrýfuritin verði í nýju Biblíunni, mjög spennandi!!!
ég ætla sko að kaupa nýju þýðinguna þarsem ég held að sumt verði betur gert þar og annað kannski verra, en það er samt hægt að fá apókrýfurnar á bók útí bókabúð, eða á bókasafninu. þau voru gefin út fyrir nokkrum árum. Ég hef verið að lesa aðeins í Síraksbók undanfarið, bara gegnum netið og það er einhver gömul ensk þýðing. Það verður gaman að hafa þetta allt á sama stað í handhægum pakka
halkatla, 8.8.2007 kl. 18:11
þetta er rosalega fróðleikur hjá þér Gunnar Jóhannesson Takk kærlega fyrir & endilega skrifaðu meira ,'Eg á St Jerome biblíu útgáfuem beint frá latinuni á ensku & septuagint Gríska þýðinguna á ensku lika báðar rosalega góða þýðingar .
Vá það er æðislegt að apókrýfuritin verði í nýju Biblíunni, mjög spennandi 'o já góð hugmynd hjá þér Anna . Það verður gaman að hafa þetta allt á sama stað í handhægum pakka það væri væri rosa mega kúl . við vinnum að þvi .
Jóhann Helgason, 9.8.2007 kl. 01:30
ég er ekki svo viss um það þetta sé endilega góð hugmynd. Er Biblían ekki innblásin af Guði, bera ritningarnar vitni um slíkt. Hvernig er það réttlætanlegt að setja inn rit sem tala hvergi um að vera innblásin af Guði? Hvaða erindi eiga þau þá inní bók bókanna? Ég sé það ekki, ég hefði haldið að þessum sögum væri best haldið í burtu frá Heilagri Ritningu, og þá seld sér eins og hefur veri gert hingað til. Þetta er álíka og flækja sögu Álfa og Engla saman, ekkert skilt með hvort öðru.
Ætli samtölin í framtíðinn verða ekki svona "mín Biblia segir þetta" Sorglegt.
Linda, 9.8.2007 kl. 02:55
Ég vill bara vera stuttorður og bara benda á að sú íslenska þýðing sem við höfum núna er núþegar frekar "vatnsþynnt" og ætla ég að sú sem núna kemur bæti ekki um betur og gerir Biblíuna, hið innblásna rit Guð, opinberunin á Hans persónu, að einhverju tilraunariti fyrir fræðinga og spekúlanta sem telja sig geta greint milli "himins og helljar" ef þannig má að orði komast.
Sú Biblía sem hefur hvað sterkastann bakgrunn fyrir okkur mótmælendurnar er þýðing útfrá King James Version (KJV - enska) og þá er það eftir áræðanleika rita.
En með tilkomu svona tilraunastarfsemi með Guðs orð telja flestir trúarleiðtogar og fræðingar landsins að muni auka skilning á Biblíunni og auðvelda lestur hennar og laða betur að sér ýmsar gerðir þjóðfélagshópa = þynna út! Ef fólk skilur hana ekki eins og hún er núna eða eins og hún var áður, hverjar eru líkurnar af því fólk skilur hana núna þegar búið er að ganga lengra frá sannleikanum? Biðjið um skilning í Heilögum anda og Biblían mun opnast fyrir augum þínum!
Friðrik Páll Friðriksson, 9.8.2007 kl. 03:43
Linda Mín Gyðinga ritin voru höfð til hliðar hjá þeim sem hliðar rit flestir Gyðinga áttu þau . Sem höfðu bæði trúarleggildi & sögugildi , sagnsöguleg gildi , t.d makkabeabækunar 1 & 2 eru mjög mikilvægar það hægt að hafa þær til hliðar í biblíunni 'eg tók stóran áfanga um sögu Gyðinga & Gyðingaritin öll með hámetnuðum gyðingum sem voru að tala um sögu gyðinga þau rit hafa fylgt sögu gyðinga . & við fórum lika í of the great men & the mishna & Talmud dauðahandritin qumran & Um gyðinga söguna allt til 1940 : Um Gyðinga & á miðöldum mjög merkilegt hvað gyðinga hatur var byrjað löngu undan helförinni .
Jóhann Helgason, 9.8.2007 kl. 03:51
Takk fyrir þetta Friðrik Páll Friðriksson gott innleg hjá þér .
Jóhann Helgason, 11.8.2007 kl. 23:05
Hvað fyrnst ykkur um íslensku Biblíuna ??
Jóhann Helgason, 12.8.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.