Mánudagur, 30. júlí 2007
Nafn Mariu Móðir Jesú í Gyðinga Biblíunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Dauðasyndirnar 7.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. júlí 2007
frábærar Bænir
ÆÐRULEYSISBÆNIN
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli
TRÚARJÁTNINGIN
Ég trúi á Guð föður almáttugan skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jésú krist hans einkason, Drottin vorn sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn.
Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.
Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: "Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig." Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.
Vertu, Guð faðir, faðir minn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína'eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta ég geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna'eg burt úr heimi.
Hallgrímur Pétursson
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Öll Gyðinga Ritin
Deuterocanon
1 Esdras | Wisdom of Solomon | Susanna |
2 Esdras | Wisdom of Jesus Son of Sirach | Bel and the Dragon |
Tobit | Baruch | Prayer of Manasseh |
Judith | Letter of Jeremiah | 1 Maccabees |
Additions to Esther | Prayer of Azariah | 2 Maccabees |
Pseudepigrapha (some not Jewish)
Dead Sea Scrolls - see the Open Scrolls Project
Philo of Alexandria - see Introduction to Philo
Flavius Josephus - see Introduction to Josephus
Talmud - see Introduction to Talmud
Zohar 1.2.3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Hvað er ADHD?
- Af hverju stafar ofvirkni í börnum?
- Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi?
Samkvæmt bandaríska landlæknisembættinu er AMO skilgreindur sem taugasjúkdómur þar sem truflun verður á seyti og samvægi taugaboðefna. Þau heilasvæði sem líklegust eru til að verða fyrir áhrifum eru hnykill (litli heili; e. cerebellum) og ennisblöð (e. frontal lobes) og tengsl þeirra við grunnkjarnana (e. basal ganglia). Einnig er vanvirkni í svokölluðu randkerfi (e. limbic system) heilans. Kvillinn kemur fyrst fram í bernsku, oftast fyrir sjö ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur hann þegar börnin vaxa úr grasi en í um 60% tilfella varir hann fram á fullorðinsár, þótt ofvirkni virðist minnka hjá fullorðnum.
AMO er flokkaður í þrjár undirgerðir. Ein er AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi, önnur er þar sem ofvirkni eða hvatvísi eru ráðandi og þriðja gerðin er blanda af hinum tveimur.
Einkenni AMO eru ekki þau sömu hjá börnum og fullorðnum. Í börnum einkennist röskunin af hvatvísri hegðun, eirðarleysi og skorti á athygli. Börnin eiga oft erfitt með að halda einbeitingu sinni, sérstaklega þegar þeim er gert að vinna óspennandi verk sem veita litla umbun. Einnig reynist oft erfitt að hindra að truflandi atburðir dragi athyglina frá því sem verið er að gera. Enn fremur gengur illa að beina athyglinni á ný að verkefninu eftir truflun.
Athyglisskortur og einbeitingarleysi, ásamt ofvirkni eða hvatvísi, eru meðal helstu einkenna AMO.
Ofvirkni er oftast mest áberandi snemma í bernsku eða um miðbik hennar en minnkar mikið með aldri. Á fullorðinsaldri kemur hún helst fram sem eirðarleysi eða "ofvirkni hugans" auk þarfar fyrir að vera líkamlega virkur. Hvatvísi eða hömluleysi helst í gegnum æskuna og fram á fullorðinsár og kemur oft fram sem of mikil málgleði, framígrip og að segja hluti án þess að velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum þess fyrst. Hvað varðar líkamlegar athafnir eru ofvirk börn líklegri en önnur til að taka áhættu og er afleiðingin sú að áverkar vegna slysa eru 2-4 sinnum tíðari meðal þeirra en meðal fullorðinna eða barna án kvillans.
Börn sem eru með AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi virðast oft vera annars hugar, ringluð eða í móðu. Þau fá oft störu, eru hægfara og vanvirk. Hjá fullorðnum koma vandamál oft fram sem skipulagsleysi, tímaleysi, áhættuhegðun, kæruleysi, einbeitingarleysi og hvatvís hegðun. Oft eiga þeir erfitt með að skipuleggja líf sitt fram í tímann, klára verkefni á tilsettum tíma og komast yfir hindranir sem kunna að verða á vegi þeirra.
AMO er nokkuð algengur hegðunarkvilli. Hann hefur fundist meðal allra þeirra þjóða og menningarsamfélaga þar sem hans hefur verið leitað. Í Bandaríkjunum eru 5-8 % líkur á að skólabarn greinist með AMO en 4-5% líkur hjá fullorðnum. Enn fremur eru tvöfalt fleiri drengir greindir með röskunina en stúlkur (10% á móti 4% 2002). Ástæða þess er ekki þekkt, en að mati sumra sérfræðinga er hún ef til vill sú að kvillinn er vanmetinn meðal stúlkna vegna þess að þeirra hegðun er ekki eins truflandi og drengja og vekur því síður athygli kennara og foreldra. Einnig gæti verið að sú gerð AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi sé algengari á meðal stúlkna. Jafnvel hjá ofvirkum stúlkum er kvillinn talinn vanmetinn þar sem ofvirknin er síður líkamleg hjá stúlkum en drengjum en getur komið fram á annan hátt, til að mynda sem óhófleg málgleði.
Mikilvægt er að AMO sé greint af sérfræðingi, þar sem margir kvillar hafa svipuð einkenni. Meðferð við AMO er margvísleg en besta raun gefur lyfjameðferð (þar sem til dæmis er gefið rítalín), atferlismótun og námsaðstoð.
Hugsanlegir orsaka- eða áhættuþættir AMO eru meðal annars arfgeng sjúkdómshneigð (e. diathesis; 8 sinnum meiri líkur eru á að fá kvillann ef annað foreldrið er með hann og 5-7 sinnum meiri ef systkini er með hann), smitsjúkdómar, ofnæmisviðbrögð, vandkvæði á meðgöngu, erfiðleikar við fæðingu, næringarskortur og höfuðáverkar. Flestar rannsóknaniðurstöður benda til að reykingar og áfengisneysla móður á meðgöngu séu áhættuþættir fyrir AMO en hvor þáttur um sig tví- eða þrefaldar áhættuna. Fyrirburafæðing er einnig áhættuþáttur þar sem meiri líkur eru á að heilinn sé vanþroskaður eða viðkvæmur fyrir áverka eins og blæðingu. Of mikil sykurneysla, mikið sjónvarpsáhorf og tölvuleikir hafa verið nefnd sem áhættuþættir en engin vísindaleg rök liggja fyrir um að svo sé. Engar afgerandi niðurstöður benda heldur til þess að félagslegir þættir einir og sér geti valdið AMO.
Rannsakað hefur verið hvort einhver gen tengist AMO. Helst kemur til greina gen sem hefur áhrif á myndun dópamínferju sem flytur dópamín á milli taugunga. Hjá einstaklingum með AMO er óvenjumikið af ferjunni sem virðist leiða til þess að dópamín er flutt burt áður en það nær að virka á taugungana eins og skyldi. Gen sem koma við sögu í einhverfu eru einnig talin auka hættu á AMO, enda eru einhverfir oft líka með athyglisbrest og ofvirkni. Nýlegar rannsóknir á AMO gefa til kynna að um þrjú áhættugen sé að ræða og að í framtíðinni sé líklegt að einstaklingum með AMO verði skipt í hópa á grundvelli þeirra áhættugena sem þeir bera í frumum sínum. Ástæðan er sú að munur er á milli þeirra hvað varðar áhættuþætti, lífshlaup og viðeigandi meðferð, einkum hvaða lyf henti best.
Á Vísindavefnum er einnig fjallað um AMO í svari Ægis Más Þórissonar við spurningunni Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Nafn Evu í Gyðinga Biblíunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Didache Lærdómur Drottins, opinberaður postlunum tólf, handa þjóðunum.
Ellefti kafli. Um kennara, postula og spámenn.
Hver sem því kemur og kennir yður alla þessa hluti sem fyrr er frá greint, honum skal tekið á móti. En ef kennarinn sjálfur snýr sér frá og kennir aðra kenning sem afmáir þessa, þá hlýðið eigi á hann. En ef hann kennir þannig að réttvísi aukist og þekking á Drottni, þá takið á móti honum sem Drottni. En varðandi postulana og spámennina, gjörið þá einsog Guðspjallið boðar. Takið á móti öllum postulum sem til yðar koma, sem væru þeir Drottinn. En hann skal ekki dvelja hjá yður lengur en einn eða tvo daga, ef þörf krefur. En ef hann dvelur í þrjá daga þá er hann falsspámaður. Og þegar postulinn heldur á braut á hann ekki að taka með sér nokkuð annað en brauð, þartil hann finnur sér samastað. Ef hann biður um peninga, þá er hann falsspámaður. Og spámann sem talar í Andanum skulið þér eigi reyna eða dæma; því að hver einasta synd mun verða fyrirgefin, en þessi synd er ófyrirgefanleg. En það eru ekki allir sem tala í andanum spámenn, heldur bara sá sem heldur sér við vegu Drottins. Þar fyrir munu falsspámaðurinn og spámaðurinn verða þekktir af veginum sem þeir fylgja. Og hver sá spámaður sem pantar sér mat í Andanum mun eigi eta hann, nema hann sé að sönnu falsspámaður. Og hver sá spámaður sem kennir sannleikann en iðkar ekki sjálfur einsog hann kennir, er falsspámaður. Og hver spámaður sem sannar að hann vinnur fyrir leyndardóm Kirkjunnar í heiminum, en kennir ekki öðrum að breyta einsog hann sjálfur gjörir, skal ekki verða dæmdur á meðal yðar, því að hjá Guði fær hann sinn dóm; því þannig var það einnig með hina fornu spámenn. En hver sá er segir í andanum; "Gefið mér pening" eða eitthvað annað þvíumlíkt, hann skuluð þér eigi hlýða á. En ef hann segir yður að gefa til annarra sem eru í neyð, látið þá engann leggja dóm á hann.
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Didache eða
Bréf úr frumkristni
Í árslok 1883 birti Fílóþeos Brýenniós metrópólítani í Níkomedíu texta Didache. Hafði hann fundist 10 árum áður í 120 blaðsíðna handriti frá elleftu öld í bókasafni í Konstantínópel sem var í umsjón patríarkans þar. Vakti þetta gífurlega athygli á sínum tíma og innan 8 ára höfðu hundruð þýðinga verið gerðar á Didache.
Áður hafði verið vitað um tilvist Didache eða "kenningar postulanna". Til dæmis minnist Eusebíus sagnfræðingur og biskup í Sesareu (260-340) á þær í kirkjusögu sinni (3.25) og sömuleiðis heilagur Aþanasíus (297-373) erkibiskup í Alexandríu í einu af bréfum sínum. Eru þá einungis tveir af mörgum nefndir til sögunnar. Þessir höfundar töldu Didache mikilvæga kristnum mönnum þótt ekki teldust þær innblásin skrif til jafns við ritningartexta.
Sumir álíta að Didache hafi verið fært í letur eftir miðja fyrstu öld og sé því í mörgum tilfellum eldra en ritningartextarnir. Hins vegar telja aðrir að það hafi verið ritað á annari öld.
Didache gefur smáa en mikilvæga mynd af kirkjunni í árdögum hennar. Hún bíður í eftirvæntingu eftir komu frelsarans og er sér að fullu meðvituð um þær afdrifaríku ákvarðanir sem hver og einn tekur í ljósi endurkomu hans, ákvarðanir ljóss og skugga, lífs og dauða.
DIDACHE 1
Fyrsti hluti: Leiðirnar tvær
Leið lífsins
1. Til eru tvær leiðir: leið lífsins og leið dauðans og er mikill munur á þessum tveimur leiðum.
Leið lífsins er þessi: "Þú skalt fyrst elska Drottin skapara þinn og síðan náunga þinn eins og sjálfan þig; og svo sem þú vilt ekki að aðrir menn geri við þig, svo skalt þú og þeim ekki gera."
Það sem þú lærir af þessum orðum er að blessa þá sem formæla þér, biðja fyrir óvinum þínum og fasta vegna þeirra sem ofsækja þig. Því hver er verðleiki þess að elska einungis þá sem endurgjalda kærleika þinn? Jafnvel heiðingjar hafa það að venju. En ef þú elskar þá sem hata þig átt þú engan að óvini.
Vertu á varðbergi gagnvart holdslegum löngunum. Slái þig einhver á hægri kinnina, skaltu bjóða honum hina kinnina og þér verður fullkomnunar auðið. Neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær. Ef einhver tekur af þér yfirhöfn þína lát honum eftir kyrtilinn líka. Ef einhver tekur eitthvað af þínu frá þér skaltu ekki krefjast þess aftur (þér tækist það hvort eð er ekki). Gef hverjum þeim sem þig biður án þess að vænta endurgjalds því það er Föðurnum þóknanlegt að við deilum með öllum mönnum því sem hann náðarsamlega veitir af gnægð. Sá sem gefur af fúsum vilja, eins og boðið er, hlýtur blessun. En vei þeim sem hnuplar. Skal hann krafinn sagna hvers vegna hann hrifsaði það til sín og til hvaða nota. Eigi verður hægt að áfella þann sem líður skort en hinn seki skal settur í fangelsi og þaulspurður um gerðir sínar og eigi sleppt fyrr en hann hefur goldið að fullu. Hér á við hið fornkveðna: "Láttu ölmusu þína vökna í svita handa þinna uns þú veist hverjum þú gefur hana."
2. Annað boðið í kenningunni þýðir: Fremdu eigi morð, hjúskaparbrot, sódómsku, skírlífsbrot eða þjófnað. Legg eigi stund á töfra, fjölkynngi, fóstureyðingar eða ungbarnadráp. Gæt þess að girnast ekki neitt af því sem náunga þínum tilheyrir og ver aldrei sekur um meinsæri, ljúgvitni, rógburð eða illkvittni. Vertu eigi tvíræður, hvorki í hugsun né orði, því tveggja tungu tal er dauðans gildra; orð af þínum vörum skulu ekki vera svikul eða innantómt gjálfur heldur vera þrungin merkingu. Þú skalt hvorki vera gráðugur né hóflaus og þú verður að standast hverja þá freistingu að ganga veg hræsni, meinfýsni eða að sækjast eftir metorðum.
Þú mátt eigi hafa neitt illt í huga gagnvart náunganum. Ekki skaltu ala á hatri gegn nokkrum manni; suma skaltu ávíta, biðja fyrir öðrum og aftur aðra elska meir en eigið líf.
3. Sonur sæll, haltu þig frá hverjum þeim manni sem slæmur er og hans líkum. Lát reiði aldrei ná tökum á þér því reiðin leiðir til mannvígs. Með sama hætti skaltu varast öfgar, deilur og bráðlyndi því það getur einnig alið af sér mannvíg.
Vertu á verði gagnvart lostanum, sonur sæll, því lostinn leiðir til saurlifnaðar. Varastu einnig illan munnsöfnuð og hvikul augu því það getur einnig alið af sér hórdómsbrot.
Sonur sæll, leitaðu ekki í sífellu eftir fyrirboða því það leiðir til skurðgoðadýrkunar. Hafðu að sama skapi ekkert með fjölkynngi, stjörnuspá eða töfra að gera; ekki svo mikið sem vera áhorfandi að slíkum iðkunum því það getur alið af sér skurðgoðadýrkun.
Ekki segja lygar, sonur sæll, því lygar leiða til þjófnaðar. Þú skalt að sama skapi ekki leggja ofurkapp á að efnast eða að njóta aðdáunar því einnig það getur alið af sér hvinnsku.
Eigi vera nöldrari, sonur sæll, því það leiðir til lastmælis. Ekki vera heldur of kreddufastur og geymdu ekki illkvittnislegar hugsanir með þér því þær geta einnig leitt til lastmælis.
Lærðu að vera hógvær, því að hinir hógværu munu jörðina erfa. Temdu þér umburðarlyndi, miskunnsemi, falsleysi, rólyndi og góðmennsku og gleym aldrei að virða þá kennslu sem þú hefur fengið.
Haltu ekki á lofti eigin kostum og lát ekki hroka stjórna hegðun þinni. Leggðu þig ekki fram við að umgangast þá sem njóta frægðar heldur veldu félagsskap þess fólks sem er heiðarlegt og auðmjúkt.
Teldu hverja þá reynslu sem þú verður fyrir þér til hagsbóta, því þú veist að ekkert getur gerst án Guðs.
4. Sonur sæll, mundu hann á nóttu sem á degi er mælir Guðs orð til þín. Sýndu honum þá virðingu sem hæfir Drottni því að hvar sem Drottinn er í verðleika sínum tilefni samræðna þar er og Drottinn viðstaddur. Vertu daglega í félagi við heilaga til að þú megir uppfræðast af orðum þeirra. Aldrei hvetja til sundurþykkju heldur reyndu að koma á sáttum milli þeirra sem eru á öndverðum meiði. Dæmdu af réttlæti, ávítaðu án ótta og án þess að draga taum neins og vertu aldrei beggja blands í ákvörðunum þínum.
Ekki líkja eftir þeim sem rétta út höndina til að þiggja en kippa henni að sér þegar kemur að því að gefa. Ef erfiði handa þinna hefur borið ávöxt mun það sem þú gefur verða lausnargjald fyrir syndir. Gef án hiks og án þess að mögla og þú munt komast að raun um af hvers örlæti þér verður umbunað. Aldrei vísa þeim frá sem eru þurfi; deildu öllu því sem þú átt með bróður þínum og haltu því aldrei til streitu að eitthvað sé þitt. Ef þið eigið sameiginlega hlutdeild í því sem er ódauðlegt hversu miklu meira er hún ekki í því sem er dauðlegt?
Ekki vera of eftirlátur gagnvart syni eða dóttur heldur skaltu ala þau upp í Guðs ótta frá barnæsku.
Vertu ekki hvassyrtur í skipunum þínum við vinnuhjúin sem reiða sig á sama Guð og þú; ella kynnu þau að hætta að óttast Hann sem ríkir yfir ykkur báðum. Ekki hefur hann komið til að kalla menn samkvæmt tign þeirra, heldur þá sem Andinn hefur undirbúið. Og þið vinnuhjú, hlýðið húsbónda ykkar með virðingu og ótta sem fulltrúa Guðs. Leggið hatur á alla hræsni og allt það sem eigi gleður Drottin. Gætið þess að vanrækja ekki boðorð Drottins heldur haldið þau eins og þau voru gefin ykkur og án þess að bæta þar við eða draga nokkuð frá að eigin geðþótta.
Játið syndir ykkar í söfnuðinum og stundið ekki bænahald með slæmri samvisku.
Þannig er leið lífsins.
Leið dauðans
5. Leið dauðans er sem hér segir: Til að byrja með er hún af hinu illa og er á allan hátt þrungin bölvun. Hún er morð, hórdómur, losti, saurlifnaður, þjófnaður, skurðgoðadýrkun, töfrabrögð, galdrar, rán, ljúgvitni, hræsni, tvöfeldni, sviksemi, drambsemi, illmennska, þrásemi, græðgi, blótsyrði, afbrýði, óskammfeilni, hroki og sjálfsánægja. Hér höfum við þá sem ofsækja góða menn; þá sem hafa andstyggð á sannleikanum og eru ósannindi kærust; þá sem þekkja ekki afrakstur ráðvendni og hvorki ástunda það sem gott er né beita réttlátri dómgreind; þá sem liggja andvaka við að ráðgera fólskuverk frekar en góðverk. Mildi og langlyndi rúmast ekki í hugum þeirra; þeim er ekki annt um neitt sem gott er og gagnlegt; þeir eru einungis staðráðnir í að mata krókinn og aumkva sig ekki yfir fátæka eða láta þá sig neinu skipta sem eru í neyð. Ekki er í þeim þekking á skapara sínum; þeir láta eyða börnum sínum og afmynda ímynd Guðs; þeir vísa þeim frá sem eru þurfi og kúga hina þjökuðu; þeir styrkja hina ríku og hvetja þá en fyrirdæma einhliða fátæka; þeir eru gjörsamlega og að öllu leyti bundnir fjötrum siðleysis. Flýið börnin mín frá öllu þessu!
Niðurlag
6. Gætið þess að enginn tæli ykkur af braut þessarar kenningar, því kennsla þess manns sem það reynir getur ekki verið á Guðs vegum. Ef þú getur borið allar hinar þungu byrðir Drottins muntu fullkominn verða; en ef það reynist þér ofviða, skaltu bera jafn mikið og þér er unnt.
Hvað varðar föstur, skulu reglur þar um haldnar eftir fremsta megni og þess einungis gætt að hafna öllu því sem blótað hefur verið skurðgoði, því það er tilbeiðsla dauðra guða.
Annar hluti: Handbók kirkjunnar
Um skírnina
7. Fyrirkomulag skírnarinnar er sem hér segir. Eftir að hafa endurtekið allt það sem sagt hefur verið, notið rennandi vatn og skírið "í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda". Ef ekkert rennandi vatn er fyrir hendi skal notað venjulegt vatn. Vatnið á að vera kalt ef þess er kostur, annars volgt. Ef hvorugt er framkvæmanlegt, hellið þá vatni þrisvar á höfuðið "í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda". Bæði sá sem skírir og sá sem skírður er, eiga að fasta fyrir skírnina sem og aðrir sem koma því við; en segja ber þeim sem gengur undir skírn að halda föstu einn dag eða tvo fyrir athöfnina.
Um föstur og bænir
8. Ekki halda sömu föstur og hræsnararnir. 2 Þeir fasta á mánudögum og fimmtudögum þannig að ykkar dagar ættu að vera miðvikudagar og föstudagar.
Bænir ykkar eiga einnig að vera frábrugðnar bænum þeirra. Biðjið eins og Drottinn bauð í guðspjalli sínu: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, því að þinn er mátturinn og dýrðin að eilífu.
Segið þessa bæn þrisvar sinnum á hverjum degi.
Þakkargjörð
9. Færið þakkir við evkaristíuna 3 sem hér segir: Byrjið með kaleikinn: "Faðir vor, vér færum þér þakkir fyrir hinn helga vínvið af syni þínum Davíð, sem þú hefur kunngjört oss fyrir Son þinn, Jesúm."
"Dýrð sé þér um aldir alda."
Síðan yfir brotna brauðinu: "Faðir vor, vér færum þér þakkir fyrir lífið og þekkinguna sem þú hefur kunngjört oss 4 fyrir Son þinn, Jesúm."
"Dýrð sé þér um aldir alda."
"Megi kirkju þinni verða safnað saman frá endimörkum jarðar í ríki þitt eins og þetta brotna brauð sem eitt sitt dreift um hæðir var safnað saman og gert að einum hleif".
"Þín er dýrðin og mátturinn, fyrir Jesúm Krist, að eilífu."
Enginn skal eta eða drekka af þessari evkaristíu nema þeir sem hafa verið skírðir í nafni Drottins, því orð Drottins sjálfs eiga hér við: "Kastið því ekki fyrir hundana sem heilagt er." 5
10. Þegar allir hafa fengið sinn skerf, færið þakkir með þessum orðum:
"Vér færum þér þakkir, heilagi Faðir, fyrir helgað nafn þitt sem þú hefur búið um í hjarta voru, og fyrir vitneskjuna og trú og ódauðleika sem þú hefur opinberað oss fyrir Son þinn, Jesúm."
"Dýrð sé þér að eilífu."
"Ó þú almáttugi Drottinn, sem hefur skapað alla hluti fyrir þitt eigið nafn; öllum mönnum hefur þú gefið fæðu og drykk til næringar svo að þeir megi færa þér þakkir sínar, en af náð þinni hefur þú gefið oss andlega fæðu og drykk og líf til eilífðar, fyrir Son þinn. Sérstaklega og umfram allt færum vér þér þakkir fyrir allan mátt þinn."
"Dýrð sé þér að eilífu."
"Vaktu yfir kirkju þinni, ó Drottinn, frelsa hana frá öllu illu, fullkomna hana í kærleika þínum, helgaðu hana og safna henni saman undan hinum fjórum vindum 6 í ríki þitt sem þú hefur fyrirhugað henni."
"Þinn er mátturinn og dýrðin um aldir alda."
"Lát náð koma og lát heim þennan líða undir lok."
"Hósanna Guði Davíðs."
"Lát þann ganga fram sem heilagur er. Lát hvern þann iðrast sem það er ekki."
"Marana ta 7 . Amen."
(Spámönnum á að vera frjálst að færa fram þakkir eins og þeim þykir henta).
Um postula og spámenn
11. Bjóddu hvern þann velkominn sem kennir þér samkvæmt því sem áður er greint frá. En verði kennaranum sjálfum síðar hughvarf og hefur kennslu sem að eðli er önnur og hefur spillandi áhrif, þá virtu hann ekki viðlits. Bjóddu hann hins vegar velkominn eins og þar færi Drottinn ef kennsla hans beinist að því að halda á lofti réttlæti og þekkingu á Drottni.
Hvað varðar postula og spámenn þá býður guðspjallið þér að gera eftirfarandi: Sérhverjum postula sem kemur til þín ber að fagna sem þar færi Drottinn, en hann á ekki að dveljast lengur en einn dag eða í hæsta lagi tvo ef brýn nauðsyn krefur. Dveljist hann þrjá daga er hann falsspámaður. Og við brottför hans á postulinn ekki að þiggja neitt nema vistir sem duga honum uns hann kemur til næsta náttstaðar. Ef hann biður um peninga er hann falsspámaður.
Þegar spámaður mælir í anda má ekki prófa hann eða leita sönnunar orða hans; hver synd verður fyrirgefin, en þessi synd verður ekki fyrirgefin. Engu að síður eru þeir ekki allir spámenn sem tala í anda nema þeir sýni hætti og siði Drottins. Það er í hegðun hans sem þú greinir svikarann frá hinum sanna. Þannig er að kalli spámaður eftir einhverju að eta meðan hann er í anda, mun hann í raun og veru ekki eta þar af; því ef hann gerir svo eru svik í tafli. Hljómi spámaður einnig trúverðugur í kenningu sinni en séu verk hans eigi í samræmi við orð hans, er hann svikari. Aftur getur spámaður verið fullkomlega lögmætur og ósvikinn og lifað leyndardóm kirkjunnar í heiminum en brugðist samt sem áður í því að vera öðrum fordæmi. Þegar það gerist skalt þú ekki dæma manninn sjálfur, það er Guðs að dæma hann. Því þannig gerðu einnig spámennirnir hinir eldri.
Hlustaðu ekki á spámann sem talar í anda og segir: "Gefðu mér peninga" (eða eitthvað annað). Enginn skal hins vegar gagnrýna hann ef hann biður þig að gefa þá einhverjum öðrum sem líður skort.
12. Sérhverjum sem kemur "í nafni Drottins" ber að fagna þótt þér beri síðar að ganga úr skugga um hver þar fari. Þér lærist að gera greinarmun á sannleikanum og því sem er ósatt. Ef aðkomumaður á einungis leið framhjá, láttu honum í té alla þá aðstoð sem þú getur. Hann á þó ekki að dveljast lengur en tvo daga hjá þér, í hæsta lagi þrjá ef hjá því verður ekki komist. En vilji hann setjast að hjá ykkur og sé hann fagmaður þá láttu hann finna sér atvinnu til að sjá sér farborða. Hafi hann ekki fagkunnáttu skaltu í háttvísi þinni sjá til þess að hann stundi ekki iðjulaust líferni einvörðungu í skjóli þess að hann sé kristinn maður. Ef hann gerist mótfallinn þessu þá vakir einungis fyrir honum að hagnast á Kristi. Þú verður að vera á varðbergi gagnvart þess konar mönnum.
13. Ósvikinn spámaður sem óskar eftir að setjast að hjá ykkur er verður fæðis síns 8 (sannur kennari rétt á launum eins og verkamaðurinn). Þú skalt því taka fyrsta afrakstur vínpressu þinnar og þreskingar, fyrstu afurð hófdýra þinna og sauðfénaðar og færa spámanninum sem frumávöxt, því nú á dögum eru það þeir sem eru "æðstu prestar" ykkar. Ef enginn er spámaður á meðal ykkar þá gef það fátækum. Og gef fyrstu brauðin eins og boðorðið mælir fyrir um þegar þú bakar körfufylli af brauði. Þegar þú opnar krús af víni eða olíu skaltu á sama hátt gefa spámanninum það sem þú hellir fyrst. Þetta á einnig við um silfur þitt og fatnað og allar eigur þínar; tak tíund af þeim á þann hátt sem þér þykir best henta og færðu hana sem gjöf eins og boðorðið býður þér að gera.
Evkaristían
14. Komið saman á Drottins degi, brjótið brauðið og berið fram evkaristíuna eftir að hafa játað yfirsjónir ykkar til að fórn ykkar verði óflekkuð. Til að hún vanhelgist ekki skal hver sá sem greinir á við náunga sinn ekki eiga hlutdeild í fórninni með ykkur, fyrr en sættir hafa tekist. Því þetta er sú fórnfæring sem Drottinn hefur sagt um: "fórnið nafni mínu ávallt og alls staðar hreinni fórn, því að ég er mikill konungur, segir Drottinn, og menn óttast nafn mitt meðal heiðingjanna." 9
Kirkjunnar þjónar
15. Þið veljið sjálfir biskupa og djákna sem eru Drottni verðugir; menn sem eru auðmjúkir og ekki fégráðugir heldur séu þeir einlægir og réttsýnir. Því þeir eiga að inna af hendi helgiþjónustu spámanna og kennara fyrir ykkur. Þið skuluð sýna þeim tilhlýðilega virðingu því þeim ber vegsemd jafnt spámönnum og kennurum.
Ávítið hver annan en þó ekki af ákefð heldur á friðsaman hátt eins og guðspjallið býður ykkur að gera. En yrðið ekki á neinn þann sem hefur gert náunga sínum mein; lát þann mann ekki heyra orð af vörum ykkar fyrr en hann hefur iðrast.
Í bænum ykkar og ölmusum, í öllu því sem þið gerið, leitið leiðsagnar í því sem stendur í guðspjalli Drottins.
Heimsslit
16. Hafið góðar gætur á lífi ykkar; látið ljós ykkar loga og verið gyrtir um lendar. Verið varir um ykkur því þið vitið aldrei með vissu stundina þegar Drottinn kemur. Komið iðulega saman til að styrkjast í anda; því trúrækni ykkar öll liðin ár munu ekki gagnast ykkur í lokin nema því aðeins að þið hafið gert ykkur fullkomin. Á síðustu dögum heimsins mun úa og grúa af falsspámönnum og fláráðum mönnum. Lömbum verður spillt og þau breytast í úlfa; náungakærleikur breytist í hatur því þegar lög verða að engu höfð snúast menn til haturs á náunga sínum, ofsækja hann og sitja á svikráðum við hann. Sá sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina mun þá birtast og láta eins og hann sé Sonur Guðs. Hann mun gera tákn og undur og jörðin verður færð honum í hendur. Og hann mun vinna slík illvirki sem aldrei áður hafa sést frá upphafi. Að því loknu mun allt mannkynið verða leitt fyrir brennandi dóm; mergð mannkyns mun hrasa og tortímast en þeim sem stöðugir standa í trúnni mun bölvunin bjarga. 10 Og þá mun tákn sannleikans birtast; fyrst verður tákn þess að himnarnir opnast, þá tákn raustar sem lúður ómi og þar næst rísa dauðir upp - ekki allir dauðir heldur, eins og segir: "Drottinn mun koma og allir heilagir með honum." 11 Og þá munu allra augu sjá Drottin þar sem hann kemur svífandi í skýjum himins......... 12
.....................................
(1) Handritið ber tvær fyrirsagnir: "Kenningar postulanna tólf" og "Kenningar Drottins til heiðingjanna eftir postulana tólf".
(2) Þ. e. þeir kristnu menn sem fylgdu hátíðisdögum Gyðinga fremur en þeim sem Didache telur kristna, eða jafnvel að hér sé átt við Gyðinga sjálfa.
(3) Ekki hafa fræðimenn verið ásáttir um hvort hér sé um að ræða sakramentislega máltíð (evkaristíu) eða kærleiksmáltíð (agape) eða samruna beggja. Um hin ýmsu viðhorf sjá Niederwimmer, Kurt, "Die Didache," Kommentar zu den Apostolischen Vätern, 1989, Göttingen. Ensk þýðing: The Didache: a commentary translated by Linda M. Mabney; edited by Harold W. Attridge, 1998, Minneapolis.
(4) Þ. e. fyrir eilíft líf (Jh 3:15) og þekkinguna á Guði (2Kor 4:6), sem Kristur færði okkur að gjöf.
(5) Sbr. Mt 7:6.
(6) Sbr. Mt 24:31.
(7) "Drottinn vor, kom þú" sjá 1Kor 16:22, sbr. Opb 22:20.
(8) Sbr. Mt 10:10.
(9) Sbr. Malakí 1:11, 14.
(10) Merkingin er óljós, en á hugsanlega við um Krist, sem varð "bölvun fyrir oss" (Galatabréf 3:13).
(11) Sakaría 14:5.
(12) Hér endar textinn skyndilega.
Þýðing © Reynir Guðmundsson 1999
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Við af fremsta megni að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins
Við af fremsta megni að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins.
Er það vilji þinn og þrá að elska Jesú og reynast honum trú í öllum aðstæðum lífsins?
Til að geta svarað því játandi er ýmislegt sem við þurfum að tileinka okkur. Til þess er fræðsla kirkjunnar
Samkvæmt Fræðum Lúthers minni á þungamiðja trúfræðslunnar að vera, auk bænar Jesú, hin postullega trúarjátning, boðorðin tíu og tvöfalda kærleiksboðorðið. Allt þetta höfum við ýmist farið með eða heyrt lesið í messunni í dag. Það fyrst talda, Faðir vor og trúarjátningin,
trúin og hins vegar verkin. Trúarjátningin segir okkur hver trúin er og boðorðin sýna hvernig verk okkar eiga að vera. Ef við róum aðeins með annarri árinni, sýnum ekki trú okkar í verki eða reynum að gera góðverk án þess að þau spretti af trúnni, komumst við lítið áfram. Lífið snýst þá einvörðungu um okkur sjálf og við förum í endalausa hringi. Við þurfum að nota báðar árarnar til að komast áfram. Trú okkar þarf að birtast í góðu verki og góðu verkin framkallast af trúnni. Ef trúin er árin í vinstri hendinni, hjartamegin, (lyfta henni) og verkin árin hægra megin (lyfta hægri hönd) sameinast þær tvær í tilbeiðslunni (leggja hægri hönd í vinstri og lyfta upp eins og í lofgjörð) þegar við tökum okkur hvíld í nærveru Guðs (draga andann djúpt).
Þess vegna eru trúarjátningin og boðorðin tíu slík grundvallaratriði að við þurfum að kunna þau utan að og helst að skilja þau með hjartanu. Þið vitið að enska orðasambandi fyrir utanbókarlærdóm er to know by heart. Kristindóminn meðtökum við ekki nema að hluta með heilanum. Þann þátt getum við lært í skólanum. En til þess að vera í raun og sann kristnar manneskjur þurfum við að þekkja Guð með hjartanu.
Og þá erum við komin að tvöfalda kærleiksboðorðinu. Það birtir reyndar boðorðin tíu í hnotskurn, þar sem fyrst er talað um að elska Guð, eins og í fyrstu þremur boðorðunum, og síðan náungann, samanber fjórða til tíunda boðorð.
Höfum í huga að boð Guðs um elsku byggir á því að hann elskar okkur fyrst eins og sagt er í skírninni: Sjáið, hvílíkan kærleika Guð faðir hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast hans börn. Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists hefur elskað oss að fyrra bragði. Og svo er vitnað í Litlu Biblíuna, Jóhannes 3.16: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Þetta er eitt af því sem við ættum öll að kunna utanað og minna okkur á daglega því að þessi orð varða okkur sjálf og líf okkar: Því svo elskar Guð þig og mig að hann gaf son sinn eingetinn til þess að þú og ég glötumst ekki heldur höfum fyrir trú eilíft líf.
bregðast við, þiggja far með bátnum sem er ást Guðs til okkar (mynda bát með báðum lófum, rétta út hendur sem gjöf) og nýta okkur verkfærin til betra lífs, árarnar sem okkur eru lagðar í hendur, ár trúar (vinstri hönd) og ár verka (hægri hönd).
Tvöfalda kærleiksboðorðið hefur líka verið kallað þrefalda kærleiksboðorðið þrefalda vegna þess að þar ræðir um elskuna til Guðs, til náungans og til okkar sjálfra. Sagt hefur verið að til þess að geta elskað náunga okkar eins og okkur sjálf verðum við að bera eðlilega umhyggju fyrir eigin lífi. Því hefur líka verið haldið fram að til þess að geta borið virðingu fyrir öðrum verðum við virða okkur sjálf að verðleikum. Sálfræðingar segja okkur foreldrum að besta leiðin til að innræta, rótfesta í börnum okkar heilbrigða sjálfsmynd sé að okkur líði vel með sjálfum okkur.
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Umburðarlyndi og gagnrýni
hvers virði er lífsskoðun ef hún stendur ekki undir grundvallarhugmyndum ummannvirðingu, mannúð og kærleika? Á hún samt að vera hafin yfir gagnrýni, heilög?
stundum geta aðstæður sem eru aðrar en við þekkjum gert það að verkum að hlutirnir eru öðruvísi en okkur sýnist. Og að fólk getur haft góðar og gildar ástæður fyrir því sem það gerir og hugsar þrátt fyrir að við þekkjum þær ekki. En þótt þessar góðu ástæður geti stundum átt rætur sínar í trú eða lífsskoðun er ekki þar með sagt að trú eða lífsskoðun gefi sjálfkrafa af sér eitthvað sem réttlætir hvað sem er. Því er sjálfsagt og eðlilegt að gagnrýna og krefjast svara þegar okkur sýnist ástæða til. Stundum fáum við svo svar sem leiðir í ljós að gagnrýnin var á misskilningi byggð en oft á gagnrýnin líka fullan rétt á sér, svarið ófullnægjandi.
Hugmyndin um að ekki megi gagnrýna það sem vísar til framandi trúar, lífsskoðunar eða hefðar kann að byggjast á því að okkur sé fyrirmunað að skilja það sem býr að baki, hvernig sem við reynum. Þegar við gagnrýnum það sem annað fólk gerir hljótum við að ganga út frá því að grundvöllur sé fyrir gagnkvæmum skilningi. Ef við krefjum einhvern svars gerum við ráð fyrir að við höfum einhverjar forsendur til að skilja svarið. Framandleikinn er undirstrikaður og jafnvel ýktur ef við gerum ráð fyrir að þessi gagnkvæmi skilningur sé ómögulegur þótt öll séum við af sömu spendýrategundinni. Því má segja að gagnrýni feli í sér ákveðna viðurkenningu á sameiginlegum grundvelli. Þann grundvöll skulum við efla með því að setja fram gagnrýni þar sem hennar virðist þörf, með því að hlusta á gagnrýni annarra á okkur og ekki síst með því að veita svör við gagnrýninni athygli. gagnrýninni er ekki neikvæð hún er stundum nauðsinleg & opnar vonandi augu fólks
'Eg Trúi á Biblíunaorðið reyni að lifa eftir henni eða á samfélag við Guð , & Mín trú stendur á Guði ekki fólki né byggju eða samtökum , Guð vill að við höfum sjálfstæða trú & fræðumst sjálf ekki láta mata okkur , Jú það tími fyrir það lika , En tími til þroskast lika , Við lifum ekki á trú annara það er á hreinu
Bloggar | Breytt 26.4.2008 kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)