Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Margir góðir predikarar þarna úti
Margir góðir predikarar eins & David Wilkerson , T. D. Jakes, Ron Phillips , Francis Macnutt & kona hans Judith MacNutt ,Joyce Meyer oft góð ,John wimber var góður .
David Wilkerson
Francis Macnutt
Ron Phillips
Judith MacNutt
Joyce Meyer
John wimber
Bishop T.D. Jakes
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
það er mikil munur á að fylga Jesú og eða að fylgja Trúarkerfi annara
það er mikil munur á að fylga Jesú & hans orði Biblíunni sem stendur alltaf & breytist ekki
eða að fylgja Trúarkerfi kenningakerfi safnaðar eða Kirkju sem eru boða kenningar karla & kvenna sem eru búset erlendis& taka þeirra kenningar sem oft ekki hægt styðjast við Biblíu grunn þessara kenninga , & taka þær fram yfir Bibliuna , Oft á þetta vera vitranir einhvera manna & kvenna
Þú lifir ekki á trú annarra . 'A þinni trú lifir þú á ekki annarra .Þú kemst ekki langt á henni
Trú á Jesú Krist er það eina rétta
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Um Meðvirkni
Um Meðvirkni | ![]() | ![]() |
Hugtakið meðvirkni hefur verið áberandi í umræðunni hér á Íslandi síðastliðin áratug. Hugtakið kemur frá Bandaríkjunum, en þar var fyrst farið að nefna meðvirkni á nafn í kringum 1983. Meðferð fyrir meðvirka einstaklinga hófst ári seinna, en í dag eru margar meðferðarstöðvar út um allan heim sem bjóða upp á slíka þjónustu. En hvað er meðvirkni? Hvernig birtist hún og, síðast en ekki síst, af hverju verðum við meðvirk? Engin endanleg skilgreining á meðvirkni er enn til því hugtakið er ennþá að taka breytingum og í stöðugri endurskoðun. Síðan 1983 hafa komið fram um 23 mismunandi skilgreiningar á meðvirkni. Því fer þó fjarri að þær greini á í einhverjum veigamiklum atriðum, heldur er frekar um blæbrigði að ræða. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað. Fimm höfuðeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Piu Mellody (1989), sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1) Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsvirði 2) Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3) Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum. 4) Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5) Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast oft í viðleitni einstaklingsins til að reyna að stjórna umhverfinu, í tilraun hans til að láta sér líða vel. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Einstaklingur sem þjáist af meðvirkni sækir sjálfsvirðingu sína til annarra. Hann verður háður því hvað öðrum finnst um hann. Vegna lágs sjálfsmats og erfiðleika við að hvíla í sjálfum sér sækir hann óspart í samþykki út á við og finnur þá aðeins fyrir mikilvægi sínu, ef honum er hrósað. Innra með sér er hinn meðvirki að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinningunni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirki hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi. Algengustu tilfinningar meðvirks einstaklings eru sektarkennd og skömm sem oft og einatt leiða til þunglyndis og kvíða. Af því að sá meðvirki kann í raun ekki að finna tilfinningum sínum farsælan farveg og/eða mæta þörfum sínum, þá verður til krónískt vanlíðunarástand. Líkamleg einkenni eins og höfuðverkur, meltingartruflanir, vöðvabólga og hár blóðþrýstingur samhliða svefntruflunum og svefnleysi, láta oft á sér kræla. Í samskiptum eru meðvirkir oft óöruggir og reyna að laga sig að þeim sem þeir eru í samskiptum við. Þeir eru eins og kamelljón sem skipta um lit eftir því hvað á best við. Hinum meðvirku finnst sem þeir hafi í raun og veru ekkert val. Þeir eru knúnir áfram af þörf sinni til að geðjast öðrum og hljóta samþykki, en undir niðri kraumar sársauki og lélegt sjálfsmat. Það þarf ekki mikið til að þeir finni til höfnunar og oft fer mikil orka í það að búa svo um hnútana í ástarsamböndum að þeim verði örugglega ekki hafnað og til er í dæminu að þeir hafni áður en þeim verður hafnað til að sitja ekki uppi með sársaukann sem höfnun hefur í för með sér. Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í fjölskyldu sem var lokuð tilfinningalega. Í heilbrigðu fjölskyldulífi lærum við að hlusta og taka tillit til þarfa okkar sem og annarra og leysa tilfinningaleg vandamál. Gott sjálfsmat sem við tökum með okkur út í lífið verður grunnurinn að sterku heilbrigðu sjálfi sem síðan birtist í hæfileika okkar til að lifa lífinu á fullnægjandi hátt. Þegar fjölskyldan er frekar lokuð, á fólk erfitt með að tjá tilfinningar sínar og efast þá oft um sjálft sig. Þegar svo er komið fer hið sanna sjálf okkar í felur og viðkomandi fer að reyna að láta sér líða vel á meðvirkan hátt. Þá er stutt í að fólk verði fíknum að bráð í tilraun sinni til að láta sér líða vel, en fíknir eru mjög algengar hjá meðvirkum einstaklingum. Þegar okkur verður ljóst að við erum meðvirk opnast okkur leið til að vinna úr málunum. Áður en meðvirkni er skilgreind er lítið hægt að gera annað en vona að aðstæður verði hagstæðar og valdi ekki kvíða og/eða vanlíðan. Ein leið til þess að skilja hvernig batinn frá meðvirkni gengur fyrir sig er að hugsa sér að við séum að flysja lauk. Hvert lag er afleiðing þess að okkar sanna sjálf, sem er kjarni okkar, fór í felur og til varð falskt sjálf. Um þrjú aðal lög að ræða, sem síðan skiptast í fleiri undirlög. Þau eru:
Undir þessum lögum hvílir síðan okkar sanna sjálf tilbúið að vera uppgötvað. Á bataferli okkar flysjum við þessi lög af hægt og rólega. Það gerist með því að við látum af afneitun á tilfinningum okkar. Við leyfum okkur að upplifa þær og tjá þær jafnframt því sem við göngumst við fjölskylduhlutverki okkar og styrkjumst í því að fylgja okkar innri rödd. Ekki er óalgengt að sá meðvirki þurfi að leyfa sér að syrgja, en sú sorg er ekki sprottin af því að vera í vanlíðan heldur er hún hluti af bataferlinu, þegar maður tengist sínu sanna sjálfi. Að losa um meðvirkni er ferli sem tekur tíma þar sem oftast er verið að fást við margra ára gamalt samskipta og tilfinningamynstur aftur úr barnæsku. Ekki er þó hægt að segja að um einhvern endanlegan áfanga sé að ræða, því ef við viljum þá getum við haldið áfram að vaxa bæði andlega og tilfinningalega alla okkar ævi. Páll Einarsson MScÞerapisti
|
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Nafn Mariu Móðir Jesú í Gyðinga Biblíunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Dauðasyndirnar 7.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. júlí 2007
frábærar Bænir
ÆÐRULEYSISBÆNIN
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli
TRÚARJÁTNINGIN
Ég trúi á Guð föður almáttugan skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jésú krist hans einkason, Drottin vorn sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn.
Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.
Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: "Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig." Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.
Vertu, Guð faðir, faðir minn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína'eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta ég geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna'eg burt úr heimi.
Hallgrímur Pétursson
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Öll Gyðinga Ritin
Deuterocanon
1 Esdras | Wisdom of Solomon | Susanna |
2 Esdras | Wisdom of Jesus Son of Sirach | Bel and the Dragon |
Tobit | Baruch | Prayer of Manasseh |
Judith | Letter of Jeremiah | 1 Maccabees |
Additions to Esther | Prayer of Azariah | 2 Maccabees |
Pseudepigrapha (some not Jewish)
Dead Sea Scrolls - see the Open Scrolls Project
Philo of Alexandria - see Introduction to Philo
Flavius Josephus - see Introduction to Josephus
Talmud - see Introduction to Talmud
Zohar 1.2.3
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Hvað er ADHD?
- Af hverju stafar ofvirkni í börnum?
- Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi?
Samkvæmt bandaríska landlæknisembættinu er AMO skilgreindur sem taugasjúkdómur þar sem truflun verður á seyti og samvægi taugaboðefna. Þau heilasvæði sem líklegust eru til að verða fyrir áhrifum eru hnykill (litli heili; e. cerebellum) og ennisblöð (e. frontal lobes) og tengsl þeirra við grunnkjarnana (e. basal ganglia). Einnig er vanvirkni í svokölluðu randkerfi (e. limbic system) heilans. Kvillinn kemur fyrst fram í bernsku, oftast fyrir sjö ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur hann þegar börnin vaxa úr grasi en í um 60% tilfella varir hann fram á fullorðinsár, þótt ofvirkni virðist minnka hjá fullorðnum.
AMO er flokkaður í þrjár undirgerðir. Ein er AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi, önnur er þar sem ofvirkni eða hvatvísi eru ráðandi og þriðja gerðin er blanda af hinum tveimur.
Einkenni AMO eru ekki þau sömu hjá börnum og fullorðnum. Í börnum einkennist röskunin af hvatvísri hegðun, eirðarleysi og skorti á athygli. Börnin eiga oft erfitt með að halda einbeitingu sinni, sérstaklega þegar þeim er gert að vinna óspennandi verk sem veita litla umbun. Einnig reynist oft erfitt að hindra að truflandi atburðir dragi athyglina frá því sem verið er að gera. Enn fremur gengur illa að beina athyglinni á ný að verkefninu eftir truflun.
Athyglisskortur og einbeitingarleysi, ásamt ofvirkni eða hvatvísi, eru meðal helstu einkenna AMO.
Ofvirkni er oftast mest áberandi snemma í bernsku eða um miðbik hennar en minnkar mikið með aldri. Á fullorðinsaldri kemur hún helst fram sem eirðarleysi eða "ofvirkni hugans" auk þarfar fyrir að vera líkamlega virkur. Hvatvísi eða hömluleysi helst í gegnum æskuna og fram á fullorðinsár og kemur oft fram sem of mikil málgleði, framígrip og að segja hluti án þess að velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum þess fyrst. Hvað varðar líkamlegar athafnir eru ofvirk börn líklegri en önnur til að taka áhættu og er afleiðingin sú að áverkar vegna slysa eru 2-4 sinnum tíðari meðal þeirra en meðal fullorðinna eða barna án kvillans.
Börn sem eru með AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi virðast oft vera annars hugar, ringluð eða í móðu. Þau fá oft störu, eru hægfara og vanvirk. Hjá fullorðnum koma vandamál oft fram sem skipulagsleysi, tímaleysi, áhættuhegðun, kæruleysi, einbeitingarleysi og hvatvís hegðun. Oft eiga þeir erfitt með að skipuleggja líf sitt fram í tímann, klára verkefni á tilsettum tíma og komast yfir hindranir sem kunna að verða á vegi þeirra.
AMO er nokkuð algengur hegðunarkvilli. Hann hefur fundist meðal allra þeirra þjóða og menningarsamfélaga þar sem hans hefur verið leitað. Í Bandaríkjunum eru 5-8 % líkur á að skólabarn greinist með AMO en 4-5% líkur hjá fullorðnum. Enn fremur eru tvöfalt fleiri drengir greindir með röskunina en stúlkur (10% á móti 4% 2002). Ástæða þess er ekki þekkt, en að mati sumra sérfræðinga er hún ef til vill sú að kvillinn er vanmetinn meðal stúlkna vegna þess að þeirra hegðun er ekki eins truflandi og drengja og vekur því síður athygli kennara og foreldra. Einnig gæti verið að sú gerð AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi sé algengari á meðal stúlkna. Jafnvel hjá ofvirkum stúlkum er kvillinn talinn vanmetinn þar sem ofvirknin er síður líkamleg hjá stúlkum en drengjum en getur komið fram á annan hátt, til að mynda sem óhófleg málgleði.
Mikilvægt er að AMO sé greint af sérfræðingi, þar sem margir kvillar hafa svipuð einkenni. Meðferð við AMO er margvísleg en besta raun gefur lyfjameðferð (þar sem til dæmis er gefið rítalín), atferlismótun og námsaðstoð.
Hugsanlegir orsaka- eða áhættuþættir AMO eru meðal annars arfgeng sjúkdómshneigð (e. diathesis; 8 sinnum meiri líkur eru á að fá kvillann ef annað foreldrið er með hann og 5-7 sinnum meiri ef systkini er með hann), smitsjúkdómar, ofnæmisviðbrögð, vandkvæði á meðgöngu, erfiðleikar við fæðingu, næringarskortur og höfuðáverkar. Flestar rannsóknaniðurstöður benda til að reykingar og áfengisneysla móður á meðgöngu séu áhættuþættir fyrir AMO en hvor þáttur um sig tví- eða þrefaldar áhættuna. Fyrirburafæðing er einnig áhættuþáttur þar sem meiri líkur eru á að heilinn sé vanþroskaður eða viðkvæmur fyrir áverka eins og blæðingu. Of mikil sykurneysla, mikið sjónvarpsáhorf og tölvuleikir hafa verið nefnd sem áhættuþættir en engin vísindaleg rök liggja fyrir um að svo sé. Engar afgerandi niðurstöður benda heldur til þess að félagslegir þættir einir og sér geti valdið AMO.
Rannsakað hefur verið hvort einhver gen tengist AMO. Helst kemur til greina gen sem hefur áhrif á myndun dópamínferju sem flytur dópamín á milli taugunga. Hjá einstaklingum með AMO er óvenjumikið af ferjunni sem virðist leiða til þess að dópamín er flutt burt áður en það nær að virka á taugungana eins og skyldi. Gen sem koma við sögu í einhverfu eru einnig talin auka hættu á AMO, enda eru einhverfir oft líka með athyglisbrest og ofvirkni. Nýlegar rannsóknir á AMO gefa til kynna að um þrjú áhættugen sé að ræða og að í framtíðinni sé líklegt að einstaklingum með AMO verði skipt í hópa á grundvelli þeirra áhættugena sem þeir bera í frumum sínum. Ástæðan er sú að munur er á milli þeirra hvað varðar áhættuþætti, lífshlaup og viðeigandi meðferð, einkum hvaða lyf henti best.
Á Vísindavefnum er einnig fjallað um AMO í svari Ægis Más Þórissonar við spurningunni Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Nafn Evu í Gyðinga Biblíunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Didache Lærdómur Drottins, opinberaður postlunum tólf, handa þjóðunum.
Ellefti kafli. Um kennara, postula og spámenn.
Hver sem því kemur og kennir yður alla þessa hluti sem fyrr er frá greint, honum skal tekið á móti. En ef kennarinn sjálfur snýr sér frá og kennir aðra kenning sem afmáir þessa, þá hlýðið eigi á hann. En ef hann kennir þannig að réttvísi aukist og þekking á Drottni, þá takið á móti honum sem Drottni. En varðandi postulana og spámennina, gjörið þá einsog Guðspjallið boðar. Takið á móti öllum postulum sem til yðar koma, sem væru þeir Drottinn. En hann skal ekki dvelja hjá yður lengur en einn eða tvo daga, ef þörf krefur. En ef hann dvelur í þrjá daga þá er hann falsspámaður. Og þegar postulinn heldur á braut á hann ekki að taka með sér nokkuð annað en brauð, þartil hann finnur sér samastað. Ef hann biður um peninga, þá er hann falsspámaður. Og spámann sem talar í Andanum skulið þér eigi reyna eða dæma; því að hver einasta synd mun verða fyrirgefin, en þessi synd er ófyrirgefanleg. En það eru ekki allir sem tala í andanum spámenn, heldur bara sá sem heldur sér við vegu Drottins. Þar fyrir munu falsspámaðurinn og spámaðurinn verða þekktir af veginum sem þeir fylgja. Og hver sá spámaður sem pantar sér mat í Andanum mun eigi eta hann, nema hann sé að sönnu falsspámaður. Og hver sá spámaður sem kennir sannleikann en iðkar ekki sjálfur einsog hann kennir, er falsspámaður. Og hver spámaður sem sannar að hann vinnur fyrir leyndardóm Kirkjunnar í heiminum, en kennir ekki öðrum að breyta einsog hann sjálfur gjörir, skal ekki verða dæmdur á meðal yðar, því að hjá Guði fær hann sinn dóm; því þannig var það einnig með hina fornu spámenn. En hver sá er segir í andanum; "Gefið mér pening" eða eitthvað annað þvíumlíkt, hann skuluð þér eigi hlýða á. En ef hann segir yður að gefa til annarra sem eru í neyð, látið þá engann leggja dóm á hann.
Bloggar | Breytt 2.1.2008 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)