Síraksbók 6 frábær viska aðeins við gætum lært af þessu

0244D

 

Vinátta

5Fögur orð fjölga vinum
og ómþýtt mál vekur vinsemd fleiri.
6 Kunningsskap við marga skaltu halda
en veit einum af þúsundi trúnað þinn allan.
7 Vin skaltu reyna viljir þú vin eiga
og ver eigi fljótur til að veita honum trúnað.
8 Margur er vinur þegar honum hentar
en er hvergi nærri þegar að sverfur.
9 Aðrir eru þeir vinir sem í óvini breytast
og gera þér hneisu með því að ljóstra upp hvað olli.
10 Margur er vinur er þú býður til veislu
en er hvergi nærri þegar að sverfur.
11 Þegar þér vegnar vel er hann sem hugur þinn
og segir þjónum þínum til.
12 En gerist þér mótdrægt snýst hann gegn þér
og fer í felur sjái hann þig nálgast.
13 Hald þig fjarri fjandmönnum þínum
og vertu á varðbergi gagnvart vinum.
14 Traustur vinur er örugg vörn,
finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn.
15 Traustur vinur er verðmætari öllu,
á engan kvarða fæst gildi hans metið.
16 Traustur vinur er sem ódáinsdrykkur,
sá sem Drottin óttast mun slíkan finna.
17 Sá sem óttast Drottin vandar val vina,
hann heldur sér að slíkum sem honum sjálfum líkjast.

ahiway


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég keypti Apokrýfurnar fyrir nokkrum árum og þetta er nefnilega ekki svo alvitlaus lesning. Þarna má finna heilmikla visku.

Birna M, 16.5.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Jóhann Helgason

Já þær eru margar þræl góðar eins ben siraks bók og  Tóbítsbók og Júdítarbók,  Barúksbók ,Viðaukar við Daníelsbók ,Makkabeabækunar þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér

Jóhann Helgason, 16.5.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Verð greinilega að fara að lesa Síraksbók. Afar áhugavert það sem þú vitnar í hér að ofan.

Bryndís Böðvarsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó. Jói minn, kærar þakkir fyrir þessi fallegu orð. Andrés ég held að Guðsteinn Haukur muni ekki brenna Biblíuna þó að hann sé ekki sáttur við allt í nýju þýðingunni. Ég er ekki heldur sátt en ég vona að ég verði aldrei svo illa stödd i lífinu að fara að brenna Biblíur. Fyrr má nú rota en dauðrota.

"Lát óma gleðihljóm og kveð við fagnaðaróp, þú sem býr á Síon, því að mikill er Hinn heilagi í Ísrael meðal þín." Jesaja 12: 6.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Jóhann Helgason

Apókrýfurna bækurnar eru bara mjög góðar í nýju biblíunni .

Jóhann Helgason, 17.5.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Linda

Elsku Jói minn, þetta var yndislegt, og svo mikill sannleikur í þessu.  Ég ætla að ræna þessu og setja á prívat bloggið mitt.

 knús

Linda, 17.5.2008 kl. 19:35

7 Smámynd: Jóhann Helgason

Ben siraks bók  er miklu upphaldi hjá Gyðingum þessi bók geymir svo mikla visku hún er æðisleg .

Jóhann Helgason, 18.5.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsileg færlsa Jói. Margt má læra af þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. Andrés og Rósa, jú ef þessi villuþýðing kemur inn fyrir mitt heimili, þá nota ég hana sem brenni í næstu grillveislu. Svona fara menn ekki með Guðs orð. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 09:45

10 Smámynd: Jóhann Helgason

Já takk kærlega fyrir það Haukur.

Jóhann Helgason, 19.5.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Jóhann Helgason

Já hún yrði grilluð þínu heimili" Svo hún yrði ekki eins beisk og  í Esekíel þá má alltaf nota salsa sósu

Jóhann Helgason, 19.5.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband