Fimmtudagur, 15. maí 2008
Ísrael 60 ára - Til hamingju með afmælið
'Israel var ríkið var stofnað aftur . 14. maí 1947 en hefur langa sögu fyrir þann tíma
Ísrael var til 930s fyrir KRIST til 720s þar til eyðileggingu Assyrian veldis
Frá fyrstu öld e.Kr. hefur gyðingahatur (andsemítismi) verið fyrir hendi í nær öllum löndum Evrópu og Gyðingar
hvergi átt höfði sínu að halla. Rómverska herveldið undir stjórn Títusar hershöfðingja sigraði borgina Jerúsalem
árið 70 e.Kr. Borgin eyðilögð og helgasti staður Gyðinga, musterið brennt til grunna. Aðeins einn útveggur forgarðarinser eftir sem er nefndur Vesturmúrinn eða Grátmúrinn. Eftir uppreisn Gyðinga gegn Rómverjum sem þeir
töpuðu, dreifðust þeir um alla heimsbyggðina. Þó voru um 700.000 Gyðingar eftir í landinu. Það væri of langt mál
að segja frá öllum þeim hildarleik sem þessi þjóð Gyðinga hefur þurft að liða í gegn um aldirnar.. Um tíma bjuggu
þeir um sig á Spáni, en árið 1492 voru allir Gyðingar gerðir útlægir þaðan og settust þeir þá að á Balkanskaga og
víðar í Evrópu.
Hinn mikli trúarleiðtogi Marteinn Lúter tók afdráttarlausa andstöðu gegn Gyðingum, skrifað margar bækur geng
þeim og hvatti kristnar kirkju að útiloka þá frá Guðþjónustum. Einnig hvatti hann bændur til að taka ekki Gyðinga
í vinnu. Það er sagt að æðstu menn Nasista í seinni heimstyrjöldinni hefðu svarað fyrir gerðir sínar, vegna Gyðingaofsóknaog drápa: Við gerum aðeins það sem kirkjufeðurnir hafa sagt okkur að gera. 6 milljónir Gyðinga voru
myrtir í útrýmingarbúðum nasista. Mörg hundruð þúsund Gyðingar voru drepnir og sendir í þrælabúðir í Rússlandiundir stjórn Jósefs Stalíns.
Strax eftir síðari heimsstyrjöld, var ákveðið hjá hinum nýstofnuðu Sameinuðu þjóðum, að taka málefni Gyðinga
og Palestínu til umfjöllunar og fi nna lausn sem bæði Gyðingar og Arabar gætu sætt sig við. Niðurstaðan varð sú
á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1947 að samþykkt var að stofna tvö ríki í Palestínu, eitt fyrir Gyðinga og annað
fyrir Araba. Fulltrúi Íslands, Thor Thors átti mikilvægan þátt í því, að Sameinuðu þjóðirnar náðu að taka
ákvörðun. Gyðingar samþykktu þessa lausn mála en Arabar höfnuðu þessu alfarið og sögðu að það kæmi ekki til
greina að stofna ríki Araba. Sjónarmið Araba árið 1947 er óbreytt í dag. Við sættum okkur aðeins við að fá allt
landið og Jerúsalem verði höfuðborg þess.
Þann 14 Maí 1948 varð sá atburður sem hafði varanleg áhrif á mannkynssöguna.Að kvöldi þessa dags lýsti
nýskipaður forsætisráðherra, yfi r sjálfstæðu ríki Gyðinga í Palestínu sem fékk nafnið Ísrael. Landið náði yfi r hluta
af því landssvæði sem Gyðingar höfðu búið í og átt sína sögu í um 4000 ár en oft undir stjórn og yfi rráðum annarra
þjóða, var nú sjálfstætt ríki Gyðinga sem um tvöþúsund ár höfðu verið dreifðir meðal fjölda þjóða. Arabar náðu
Palestínu á sitt vald árið 636 og stjórnuðu múslímar landinu fram til ársins 1099, þegar krossfarar réðust á landið
og stofnuðu ríki þar. Síðasta ríki krossfaranna leið undir lok 1299 eftir að hafa beðið ósigur fyrir herjum múslima.
Tyrkir stjórnuðu svo Palestínu frá 1517 -1917 (Tyrkir eru Evrópuþjóð ekki arabar) Á seinni hluta nítjándu aldar,
jókst fl utningur Gyðinga til landsins og keyptu þeir upp stór landsvæði af Tyrkjum. Þessi voru aðallega mýrafl ákar
í órækt, engin tré og malaría geisaði þar. Þessir Gyðingar sáu þó fram í tímann. Þeir byrjuðu að þurrka upp landið
og hófu að rækta það. Um svipað leiti fóru arabar að koma til landsins í atvinnuleit. Sérstaklega komu margir frá
Egyptalandi. Í byrjun voru friðsamleg samskipti meðal þeirra. Gyðingar hjálpuðu m.a. Aröbum að rækta jörðina.
Því miður breyttist þetta þegar fl eiri og fl eiri Gyðingar fóru að koma til landsins, þá jókst einnig innfl utningur
araba frá mörgum nærliggjandi löndum. Arabaþjóðir sáu þarna hættu ef Gyðingar yrðu fjölmennir og tækju stjórn
á landinu. Óeirðir brutust út hvað eftir annað og oft var mikið mannfall á báða bóga.
Hvernig voru nú móttökur hins nýfædda lýðræðisríkis Ísrael árið 1948. Það leið nú ekki sólarhringur þangað til
hersveitir nágrannaþjóða Araba réðust inn í þetta nýja land, með það eitt huga, að útrýma þeim. Í hafi ð með þessa
nýju þjóð . Þurrkum Ísrael út af landakortinu. Ísrael vann þetta stríð. Fimm sinnum hafa nágrannaþjóðir reynt
að sigra þetta litla ríki, en alltaf beðið ósigur. Tvö arabaríki hafa þó gert friðarsamninga við Ísrael, Jórdanía og
Egyptaland.
Ísrael er lýðræðisríki. Arabar eiga fulltrúa í þinginu og starfa í ráðuneytum í Ísrael.
Ísrael! Til hamingju með afmælið
Happy 60th, Israel! (aish.com)
Þátturinn: ÍSRAEL Í DAG, er sýndur á sjónvarpsstöðinni
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður Jói minn.
Hörku pistill. Ég setti inn pistil líka um Ísrael í gærkvöldi og er greinin eftir Ólaf Jóhannsson. Hann samdi þessa grein í vetur og birtist hún í blaðinu, Zíons fréttir sem við félagsmenn fáum og allir aðrir sem hafa áhuga.
"Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elska þig. Friður sé kringum múra þína, heill í höllum þínum." Sálmur 122: 6.-7.
"Drottinn blessi þig frá Zíon, þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína." Sálmur 128: 5.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:18
Amen.
Birna M, 16.5.2008 kl. 10:09
Lengi lifi Ísrael og megi það standast allar árásir í framtíðinni frá nágrannaþjóðunum.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.