Gleðilega hátíð heilags anda!

hvi1

Á hvítasunnu varð kirkjan til

Á hvítasunnuhátíðinni í Jerúsalem, fimmtíu dögum eftir upprisu hins krossfesta Jesú, varð kristin kirkja til fyrir kraft heilags anda. Kirkja Krists er frumgróði nýrrar sköpunar, fyrirheit um þann auð, þá ríkulegu uppskeru, þann fögnuð, sem í vændum er þegar vilji Krists og vald verður allt í öllu. Þegar allir múrar falla, allir fyrirvarar víkja, tortryggnin og trúleysið víkja fyrir kærleika og gleðiríkri von.

Heilagur andi er áhrifamáttur Guðs. Sköpunarmátturinn, sem í árdaga sveif yfir vötnunum og skóp ljós og líf. Heilagur andi er áhrifamáttur Guðs, sem var að verki þegar Kristur læknaði, mettaði, tendraði von og trú, bað fyrir mótstöðumönnum sínum og böðlum og sem vakti hinn krossfesta Krist af gröf. Þessi sami áhrifamáttur Guðs hreif nú fólk til trúar og eftirfylgdar við Krist, til að vitna um hann og upprisumáttinn hans í heiminum, í lífi og verkum og vitnisburði hversdagsins, vera áhrif hans, hendur, vottar og verkfæri. Nýtt mannkyn varð til, óháð mörkum tungumála, þjóðernis, kynþátta. Ný þjóð, nýtt mannkyn ætlað að vera súrdeig, salt og ljós í heiminum í fylgd frelsarans mót nýjum himni og nýrri jörð þar sem réttlætið býr, þar sem elska hans hefur ummyndað allt, og hann hefur gert alla hluti nýja.

penti1

Upphaflegt heiti hátíðarinnar, pentekosté heméra eða fimmtugasti dagurinn, var tekið í arf frá grískumælandi gyðingum. Af því nafni er heiti hvítasunnunnar í ýmsum erlendum málum dregið, til dæmis pentecost á ensku og pinse á dönsku. Íslenska heitið hvítasunna á sér einnig hliðstæðu í ýmsum málum, til dæmis Whitsunday á ensku.

Til forna var heitið hvítadagur venjulega notað. Var nafnið dregið af því að algengt var að skíra fólk á aðfaranótt hvítasunnu, en hún var haldin hátíðleg eins og ýmsar aðrar aðfaranætur stórhátíða. Jólanóttin er dæmi um slíka aðfaranótt sem enn er haldin hátíðleg. Eftir skírnina voru þeir sem skírst höfðu færðir í hvít klæði eða hvítavoðir sem skírnarkjólar nútímans eiga rætur að rekja til. Hinir hvítklæddu skírnþegar settu því mikinn svip á hátíðarhald dagsins og raunar alls páskatímans.

Nú á dögum hefur hvítasunnan misst mikið af heilagleika sínum í huga fólks og er orðin að langri helgi og fyrstu ferðahelgi ársins ef vel viðrar. Sums staðar er hún þó enn notuð til ferminga. Ástæður þess að hvítasunnan hefur gleymst á þennan hátt eru ugglaust þær að tilefni hennar er huglægara og afstæðara en tilefni jóla og páska. Þá hafa færri trúarlegir og félagslegir siðir og venjur tengst hvítasunnunni en hinum hátíðunum tveimur, en slíkar venjur festa hátíðir gjarnan í sessi langt umfram það sem hið trúfræðilega inntak þeirra megnar að gera.

Fyrir fáeinum árum urðu deilur um lög sem heimila opnun verslana á hvítasunnunni til þess að reglur um afgreiðslutíma verslana sem selja dagvöru og skylda þjónustu voru rýmkaðar til muna. Eðlilegt er að aukin trúarleg fjölbreytni í samfélaginu leiði til þróunar í þessa átt. Það væri þó skaði ef kirkjan glataði þessari fornu höfuðhátíð og þeim gleðilega boðskap um „anda sannleikans“ sem hún boðar.

Heilagur Andi kom yfir  postulana á hvítasunnu í líki logandi eldstungna.tungutal væri sönnun fyrir skírn í Heilögum anda. ...

Skírn í Heilögum Anda

Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og afdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. (Postulasagan 2:1-4)

aholy-1

Meðan Pétur var enn að mæla þessi orð, kom heilagur andi yfir alla þá, er orðið heyrðu. Hinir trúuðu Gyðingar, sem komið höfðu með Pétri, urðu furðu lostnir, að heilögum anda, gjöf Guðs, skyldi einnig úthellt yfir heiðingjana, því þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð. Þá mælti Pétur: "Hver getur varnað þess, að þeir verði skírðir í vatni? Þeir hafa fengið heilagan anda sem vér." Og hann bauð, að þeir skyldu skírðir verða í nafni Jesú Krists. Síðan báðu þeir hann að standa við í nokkra daga. (Postulasagan 10:44-48)

Þá mælti Páll: "Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er á Jesú." Þegar þeir heyrðu þetta, létu þeir skírast til nafns Drottins Jesú. Er Páll hafði lagt hendur yfir þá, kom heilagur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu. Þessir menn voru alls um tólf. (Postulasagan 19:4-7)

Spámenn Gamla testamentisins höfðu, fyrir Andann, tekið á móti upplýsingum um þau straumhvörf er verða mundu í veraldarsögunni, er Heilögum Anda yrði úthellt yfir allt hold:

En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum. (Jóel 3:1,2)

Þessi spádómur rættist síðan á Hvítasunnudag með miklum fyrirgangi. Eftir að Andinn hafði fallið, breyttist starf og þjónusta postulanna. Nýr kraftur og aukin djörfung tók að einkenna framgöngu þeirra. Heilögum Anda var ekki aðeins úthellt yfir þá, heldur alla sem tóku á móti hjálpræðisverkinu með opnum huga.

Það eru ýmsir sem hafna því að verk Heilags Anda og skírn í Heilögum Anda séu fyrir okkar tíma. Það viðhorf er fjarri lagi, þar sem Orðið kennir annað, og hundruð milljóna kristinna manna hafa öðlast þessa reynslu. Og eru að upplifa hann á hverjum deigi .

Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?

HolySpiritDovesm-full

Spyrjandi

Ruth Melsted

Svar

Það er erfitt að útskýra Heilagan anda og skilning kristninnar á honum. Það er ef til vill helst hægt að útskýra hann þannig að hann sé kraftur frá Guði eða kraftur Guðs sem hjálpar okkur til að hugsa, tala og starfa eins og Guð vill að við gerum. Jesús lofaði að senda lærisveinum sínum slíkan kraft til þess að þeir gætu vitnað um hann og þetta loforð rættist á hvítasunnunni eins og lýst er í 2. kapitula Postulasögunnar. Jesús kallaði þennan kraft eða anda hjálpara, heilagan anda og sannleiksanda. Um þetta lesum við helst í Jóhannesarguðspjalli, köflunum 14-16.

Við kristnir menn trúum því að Jesús sendi okkur heilagan anda í skírninni. Þegar við erum skírð, innsiglar Jesús okkur sjálfum sér með heilögum anda. Hann endurnýjar gjöf heilags anda í hvert sinn sem við biðjum til hans og göngum til altaris.

Um þessa spurningu

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson. „Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?“. Vísindavefurinn24.11.2000. http://visindavefur.is/?id=1174. (Skoðað 12.5.2008).

Höfundur

Einar Sigurbjörnssonprófessor í guðfræði við HÍ

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

Já hún er öll að koma til

Jóhann Helgason, 12.5.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jói minn.

Stalst til að setja slóðina þína inná færsluna mína. Þar vísa ég bloggvinum mínum á þessa færslu sem er í takt við færsluna mína og eins hennar Lindu.

Eins bætti ég við og benti á bækurnar "Þau tala tungum" og "Góðan dag Heilagur Andi" eftir Benny Hinn.

Frábært færsla.

Markúsarguðspjall 9:23

Jesús sagði við hann: ,,Ef þú getur! getur allt sem trúir. "

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæl Rósa Takk fyrir  hrósið það  góðar bækur sem þú nefndir

Guð blessi þig

Kær kveðja/Jói

Jóhann Helgason, 13.5.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Andrés um gera að hafa húmorinn í lagi

Jóhann Helgason, 13.5.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband