Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Stríðið í Írak ég tel að það hafi haft mikil áhrif á hatri múslíma á Evrópu
Stríðið í Írak hófst þann 20. mars 2003 og ég tel að það hafi haft mikil áhrif á hatri múslimum á Evrópu og vesturlöndum .'Eg er alveg á móti stríðinu í ÍRAK , Bush náði að blekkja Evrópubandalagið inn í þetta hræðilega stríð á algerlega á fölskum forsendum , t,d gereyðingarvopnin fundust aldrei .Stríðið var byggt á lygi .En það afsakar ekki þessu ógeðfelldu trúarbrögð sem eru mjög öfgakennt full af hatri kúgun .Né afsakar það hatur múslima á vesturlöndunum.En hinsvegar hin hliðin Stríðið í Írak allt það hræðilega sem hefur skeð þar, öllu saklausa fólkinu þar sem hefur slasast og misst heimili sín og misst ástvini sína það er hræðilegt. Því stríði verður að ljúka sem fyrst , 'eg vona að það að Hillary Clinton eða Obama vinni næstu forseta kosningum .Og George W. Bush hættir ég held upp á þan dag .
Múslímar trúa því að Guð (á arabísku Allah; einnig á arameísku Alaha) hafi opinberað boðskap sinn til manna fyrir Múhameð spámanni sem uppi var í Arabíu 570-632 (samkvæmt gregoríanska tímatalinu). Þeir trúa því einnig að aðrir spámenn Guðs, þar á meðal Adam, Nói, Abraham, Móses og Jesús (sem þeir kalla Isa) hafi fengið opinberanir frá honum. Múslimar trúa því að Múhameð sé síðasti og mesti spámaðurinn eða innsiglið. Opinberanir hans munu endast fram að Dómsdegi.
Aðalrit múslíma er Kóraninn en þeir trúa því að hann hafi verið skrifaður af Múhameð beint eftir Gabríel erkiengli samkvæmt boði Guðs. Kóraninn er samkvæmt múslímum óbrengluð orð Guðs (ólíkt Biblíu kristinna manna, sem á að vera texti venjulegra manna innblásinn af Guði) og var opinberaður á arabísku. Mikið er lagt upp úr því í samfélögum múslima að fólk geti lesið (og helst talað) arabísku og þar með lesið Kóraninná frummáli. Múslimar trúa því að hluti af guðspjöllunum, Torah og spádómabækur Gyðinga hafi, þrátt fyrir heilagan uppruna þeirra, verið vantúlkaðar og spillt af manna völdum. Frá þessu sjónarhorni er Kóraninn leiðrétting á á heilögum ritum Gyðinga og kristinna manna og loka opinberun.margt er stolið úr Biblíunni frá Kóraninum sem þeir hafa tekið þar inn enda kom íslams trú svo miklu miklu seinna en Gyðinga trú og kristinni trú , íslam varð til fyrr en 570 .
Múslímar álíta að íslam sé í aðalatriðum sú sama trú sem aðrir spámenn og sendiboðar Guðs hafa opinberað mönnum allt frá Adam og Abraham. Kóraninn kallar Gyðinga og kristna (og það hugtak er einnig á stundum notað um aðra trúarflokka) fólk bókarinnar.
Grundvallartrúarjátningu íslam er að finna í ahādatān (tvær erfðaskrár, á arabísku: لا إله إلا الله ومحمد رسول الله ): lā ilāhā illā-llāhu; muhammadur-rasūlu-llāhi Það er enginn guð nema Guð (Allāh); Múhameð er spámaður Guðs (Allah). Til að gerast múslimi verður að hafa þessa setningu yfir (á arabísku) og trúa henni í vitna viðurvist. Það er ekki hægt að neyða neinn til að gerast múslimi, einungis sá sem virkilega óskar þess getur orðið það.
Fyrir utan Kóraninn eru frásagnirnar um gerðir og ummæli Múhameðs, sem nefndar eru hadith, mikilvægustu undirstoðir trúarskoðana og réttarkerfis
Fimm stoðir íslam
Íslam hefur fimm stoðir, fimm grundvallaratriði trúarinnar. Staða þeirra er umdeild milli gerða íslam, en í öllum eru þær mikilvægar. Stoðirnar fimm eru:
- Shahādah (sjahada, trúarjátningin) Yfirlýsing um að það sé enginn annar sem dýrka skuli en Guð og Múhammeð sé spámaður hans.
- Salat (salat, bænin) Það að biðja skuli fimm sinnum á dag.
- Sawm (saúm, fastan) Að sleppa því að borða, drekka og stunda kynlíf frá dögun til sólseturs í tunglmánuðinum Ramadan.
- Zakāt (sakat, ölmusa) Ætlast er til þess að allir múslimar greiði fasta prósentu sem svo er útdeilt til fátækra.
- Hajj (hadsjí (pílagrímsferð) Ætlast er til þess að allir múslimar, svo lengi sem fjárhagur og heilsa leyfi, fari til Mekka í það minnsta einu sinni um ævina.
Sumir halda því fram að sjötta stoðin sé óformlega til, en umdeilt er hver hún ætti þá að vera. Meðal annars er haldið fram að hún sé klausturmeðferð og munkadómur eða heilagt stríð. Þeir sem ekki eru sammála því að hún sé til telja margir að tilvist sjöttu stoðarinnar sé villutrú.
Stríðið í Írak
Stríðið í Írak hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar. Innan bandaríska hersins þekkist stríðið undir heitinu Operation Iraqi Freedom (e. Aðgerð Íraksfrelsi). Formlega stóð stríðið sjálft yfir frá 20. mars 2003 til 1. maí 2003 en þá voru allar stærri hernaðaraðgerðir sagðar yfirstaðnar Við tók tímabil mikils óstöðugleika sjálfsmorðssprengjuárása, hermdarverka og launmorða sem margir kjósa að kalla borgarastyrjöld.
Ástæður sem gefnar hafa verið upp til réttlætingar á stríðinu hafa verið margs konar. Kofi Annan hefur, ásamt fleiri gagnrýnendum, haldið því fram að stríðið sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum en ekki náðist sátt um innrásina í öryggisráði S.Þ. líkt og tilfellið hafði verið í fyrra Persaflóastríðinu
Aðdragandi
- Aðalgrein: Saga Íraks
Írak var þekkt sem Mesópótamía allt fram að 1921, lengi vel var það hluti af veldi Ottóman Tyrkja sem liðaðist í sundur eftir fyrri heimstyrjöldina. Í krafti Þjóðabandalagsins var Bretum veitt umboð til þess að stjórna Írak með skilgreind landamæri sem hafa haldist. Írakar hlutu sjálfstæði og gengu inn í Þjóðabandalagið 1932. Í júlí 1958var gerð hallarbylting í Írak og Hashimita-konungsfjölskyldunni steypt úr stóli af hernum, við tók stjórn Qassims herforingja sem átti svo í erfiðleikum með óstöðugt ástand landsins. Tíu árum síðar tók Bath-flokkurinn völdin og hóf Saddam Hussein þá að klífa metorðastigann allt þar til hann tók völdin 1979, sama ár og Íranska byltingin átti sér stað. Stuttu síðar hófst eitt blóðugasta og mest langvarandi stríðs 20. aldarinnar. Stríð Íraks og Írans varði í tæp 8 ár, kostaði u.þ.b. milljón manns lífið og hafði gífurlegar neikvæðar efnahagslegar afleiðingar fyrir hvort ríkið.
Tíundi áratugurinn
Saddam Hussein hafði ekki sagt sitt síðasta heldur réðist á Kúveit 2. ágúst 1990, hann sakaði Kúveit um að virða ekki landamæri ríkjanna og um að lækka heimsmarkaðsverð á olíu með því að auka framboð á henni og þannig viljandi minnka útflutningstekjur Íraks sem Írakar máttu ekki við að missa. [3] Fljótlega eftir innrásina brást öryggisráð S.Þ.við með því að samþykkja efnahagsþvingarnir gegn Írak og krefjast þess að þeir drægju herlið sitt tilbaka.á eftir fylgdu ályktanir sem veittu leyfi til þess að beita öllum mögulegum ráðum til þess að framfylgja þeirri niðurstöðu.[6]
Persaflóastríðið hófst með sprengjuárásum um miðjan janúar 1991, árásir á landi fylgdu eftir 24. febrúar og lauk stríðinu með sigri aðeins þremur dögum seinna. Þá var sett á laggirnar eftirlitsteymi (UNSCOM) á vegum S.Þ. sem átti að finna og uppræta gjöreyðingarvopn (efnavopn og aðstöðu til framleiðslu kjarnorkuvopna)[7] og efnahagsþvingunum var haldið áfram.
Fimm árum seinna, 9. desember 1996, var Olía-fyrir-mataðgerð S.Þ. hleypt af stokkunum samkvæmt ályktun öryggisráðsins Áætlunin var ákveðin málamiðlun á þeim efnahagsþvingunum sem settar höfðu verið á allan inn- og útflutning um landamæri Íraks. Áætlunin var í gildi allt fram að innrásinni 2003, hún hleypti lífi í veikan efnahag landsins því að bágt ástand á innviðum þess (opinber þjónusta s.s. vegir, hiti, rafmagn, heilbrigðisþjónusta, o.s.frv.) setti miklar takmarkanir á getu og skipan atvinnumarkaðarins.
Í janúar 1998 skrifuðu 18 meðlimir bandarísku hugveitunnar Project for a New American Century(PNAC) undir bréf sem þeir sendu til Clintons bandaríkjaforseta. Í bréfinu er Hussein sagður vera ógn við öryggi í heiminum og að efst á forgangslista bandarískrar utanríkisstefnu þurfi að vera það takmark að ryðja honum úr vegi.[9]Af þeim 18 sem skrifuðu undir bréfið hafa 11 meðlimir PNAC hafa komist til valda eftir að Bush var kjörinn forseti, þeirra á meðal ber helst að nefna Richard Cheney, varaforseta, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Paul Wolfowitz fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi bankastjóri Alþjóðabankans og John Bolton sendiherra hjá S.Þ.
Undir lok ársins 1998 var komið í óefni. Vopnaeftirlitsmenn UNSCOM fengu ekki aðgang að ýmsum aðalbyggingum tengdum forsetanum og Ba'th-stjórnarflokknum og þeir kvörtuðu undan afskiptasemi Íraka og vélabrögðum ýmiss konar. Öryggisráð S.Þ. hafði samþykkt alls 13 ályktanir þar sem Írökum var gert að sýna fullkomnan samstarfsvilja. Bill Clintonfyrirskipaði loftárásir með aðgerð sem nefnd var Eyðimerkur-Refur. Næsta ár var nýtt vopnaeftirlitsteymi (UNMOVIC) sett saman sem Hans Blix var í forsvari fyrir. Írakar hleyptu þeim þó ekki inn í landið fyrr en í nóvember 2002.
Eftir 11. september
Mánuði eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 réðust hersveitir NATO á Afghanistan einnig undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands í þeim tilgangi að hafa uppi á Osama bin Ladenog koma talibönum frá valdi og koma þannig í veg fyrir að í landinu yrðu þjálfaðir hryðjuverkamenn. Skemmst er frá því að segja að bin Laden fannst ekki og brátt beindust sjónir manna að Írak.
Í skýrslu sem þekkt varð sem September-skýrslan og var gefin út af bresku ríkistjórninni í september 2002 kom fram að Írak hefði falast eftir úraníum frá Níger. Seinna kom í ljós að þetta voru innantómar ásakanir en engu að síður rötuðu þær í árlegt ávarp Bushs, 28. janúar 2003. Í október 2002 samþykkti bandaríska þingið lög sem heimiluðu Bush að ráðast gegn Írak Röksemdir fyrir innrásinni voru nokkrar:
- Írak hafði brotið gegn ályktunum öryggisráðsins og reynt að trufla starf vopnaeftirlitsmanna
- Meint gjöreyðingavopn Íraka sem nágrönnum Íraks og Bandaríkjunum stóðu sérstaklega ógn af
- Mannréttindabrot írösku stjórnarinnar heima fyrir
- Fordæmi þess að Írak gæti og hefði áður beitt gjöreyðingavopnum gegn öðrum þjóðum sem og eigin þegnum
- Launmorðstilraun gegn George H.W. Bush í Kúveit 1993.
- Meðlimir al-Qaida voru taldir vera í landinu
- Stuðningur Íraks við hryðjuverkahópa, m.a. hópa sem börðust sérstaklega gegn Bandaríkjunum
- Óttinn við að Írakar myndu sjá hryðjuverkahópum fyrir gjöreyðingavopnum
- Baráttan gegn hryðjuverkum, þ.e.a.s. sérstaklega þeim sem stóðu að hryðjuverka-árásunum 11. september.
- Áður samþykkt lög þess eðlis að forsetanum væri heimilt að heyja stríð gegn hryðjuverkum.
Eins og áður sagði hafði vopnaeftirlitsteymi S.Þ. verið hleypt aftur inn Írak í nóvember 2002, eftir að öryggisráð S.Þ. veitti Írökum síðustu forvöð til þess að verða við kröfum um afvopnun og fulla samvinnu. Í mars 2003 hafði ekki náðst sátt meðal stórveldanna í öryggisráðinu um næstu skref. Jacques Chirac, forseti Frakklands, lét hafa eftir sér að af Írak stæði ekki bráð ógn sem þyrfti að svara með hervaldi og Gerhard Schröderá sömu leið en þolinmæði Bush og Blair var þrotin.
Mótmæli gegn yfirvofandi stríði náðu hápunkti helgina 15.-16. febrúar 2003 þegar áætlað var að a.m.k. 10 milljón manns hefðu mótmælt á götum stórborga eins og San Fransisco, London, Barcelona, Róm og víðar.Á Íslandi var mótmæltu á bilinu 500-700 manns við Lækjartorg í Reykjavík, við Ráðhústorgið á Akureyri mættu um 500 manns til þess að mótmæla, einnig var mótmælt í Ísafirði og í Snæfellsbæ.Nokkrum dögum seinna settu mótmælendur í Reykjavík upp eins konar gjörning fyrir framan Stjórnaráðið þegar þeir lögðust þar niður, ataðir út í rauðum vökva og þóttust vera dánir.
Stríðið hefst
Þann 17. mars 2003voru Saddam Hussein gefnir tveir sólarhringar til þess að gefast upp og yfirgefa landið. George Bush tilkynnti bandalag viljugra þjóða, 49 þjóðir sem studdu innrásina, oft í orði en ekki á borði, þ.á m. Ísland. Þann 20. mars 2003 hófst stríðið með loftárásum á Bagdad. Þann 9. apríl höfðu bandarískar hersveitir náð Bagdad, Kirkuk og Mosulá sitt vald. Í Bagdad hófst mikil óöld þar sem þjófar létu greipar sópa um fyrirtæki og opinberar byggingar.
Í maí var efnahagsþvingunum S.Þ. lyft eftir nær 13 ár, í júlí láta synir Saddams, Uday og Qusay lífið í Mosul. Í ágúst voru gerðar bílsprengjuárásir á Jórdanska sendiráðið og höfuðstöðvar S.Þ. í Bagdad, u.þ.b. 20 manns létust og ríflega mánuði seinna eftir aðra sprengjuárás drógu S.Þ. sig frá Írak. Þann 14. desemberfannst Saddam Hussein í felum nálægt heimabæ sínum Tikrit.
2004
Fyrri hluta árs 2004 bárust fréttir af pyntingum og ómannúðlegri meðferð á föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Ljósmyndir bárust af niðurlægjandi meðferð fanga og ollu þau hörð viðbrögð í vestrænum löndum og almenningsálit og stuðningur við stríðið snarféll. Eftir málaferli var komist að þeirri niðurstöðu að í öllum tilvikum væri að ræða um misskilninga hermanna á milli um lögmæta meðferð á föngum og nokkur rotin epli. 24 hermönnum var refsað þ.á m. Janis Karpinski, sem var lækkuð í tign, þáverandi fangelsisstjóri.
Í mars 2004 hófst atburðarás sem átti eftir að enda með einhverjum blóðugustu átökum stríðsins. Ráðist var að fjórum starfsmönnum öryggisverktakafyrirtækis á ferð um borgina Fallujah, vestan við Bagdhad. Þeir voru myrtir og limlestir á hrottafenginn hátt og bárust myndir af aðförunum til vestrænna fjölmiðla. Þá hófst umsátur um borgina og stóð fyrri hluti þess frá 4-9. apríl, að því loknu var óbreyttum borgurum leyft að flýja. Þá var samið um vopnahlé og kom það í hlut óreyndra íraskra hersveita að tryggja öryggi í borginni. Eftir sem áður var litið á Fallujah sem vígi uppreisnarmanna og hófst önnur atlaga að borginni í nóvember. Tugir sprengjuárása flugvéla og stórskotaliðs voru framkvæmdar daglega á þeim 13 dögum sem umsátrið stóð.
Í júní 2004 hlaut Írak fullveldi á ný og Iyad Allawivar skipaður forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnar.
2005
Þann 30. janúar 2005kom að langþráðum þingskosningum til bráðabirgða. Sjítar unnu meirihluta sæta og Kúrdar komu í annað sætið. Í apríl var kúrdinn Jalal Talabani kosinn forseti af þinginu og sjítinn Ibrahim Jaafari skipaður forsætisráðherra. Í júní var Massoud Barzani skipaður forseti Kúrdistans. Í ágúst var stjórnarskránni hafnað af súnnítum, hún var svo samþykkt mánuði seinna skv. henni átti að stofna íslamskt sambandslýðveldi. Í desember var svo kosið fyrir fullt kjörtímabil, sjítar fengu meirihluta.
2006
Í júní 2006 var meintur leiðtogi al-Qaida í Írak, Abu Musab al-Zarqawi drepinn í loftárás.
Mannfall
Tölur um mannfall Íraka eru á reiki en yfir fjögur þúsund bandarískir hermenn hafa fallið (mars 2008). Flestir hafa látið lífið eftir að helstu hernaðaraðgerðum lauk í maí 2003. Óháð, sjálfstæð samtök, Iraq Body Count [1] vinna að því að safna saman tilkynningum í fjölmiðlum um mannfall og leggja þær svo saman til þess að fá grófa og ónákvæma hugmynd um mannfall Íraka.
Í október 2006 kynnti teymi frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum rannsóknir sínar í breska læknatímaritinu Lancet sem sýndu að mannfall í Írak frá því að stríðið hófst af völdum (beinum sem óbeinum) stríðsátaka væru 655.000 manns.
Þátttaka Íslands
Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra tóku án samráðs við Alþingi eða utanríkismálanefnd Alþingis ákvörðun um að styðja innrásina. Fyrir vikið uppskáru þeir mikla gagnrýni, skoðanakannanir sýndu að ekki var stuðningur hjá almenningi fyrir innrásinni.
Það er enginn vafi á því í mínum huga, herra forseti, að uppáskrift hæstv. ráðherra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á Íraksstríðinu eru einhver hörmulegustu afglöp íslenskra stjórnmála um langt skeið, örugglega á þessari öld og má mikið vera ef þau endast ekki út öldina sem slík, að þetta eigi eftir að verða á spjöldum sögunnar einhver hörmulegustu pólitísku afglöp og mistök sem lengi hafa verið framin.-- Steingrímur J. Sigfússon, 30.04.2004
Í september 2006 fluttu þingmenn stjórnarandstöðu, Össur Skarphéðinsson (Samfylkingin), Ögmundur Jónasson (Vinstri grænir) og Magnús Þór Hafsteinsson (Frjálsyndi flokkurinn), þingsályktunartillögu þar sem ályktað var að fela ríkistjórninni að taka Ísland með formlegum hætti út af lista þeirra 30 þjóða sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak vorið 2003 og lýsi því yfir að stuðningurinn við innrásina hafi verið misráðinn.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 1.5.2008 kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Vá. Svona er þetta í hnotskurn.
Bryndís Böðvarsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:30
Takk kærlega fyrir hrósið gaman að heyra að þetta hittir í mark
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 17:00
Kíktu á þetta Jói minn, ég vona að það blessi þig eins og það gerði mig.
http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/523360/
Linda, 30.4.2008 kl. 17:38
Þetta er flott samantekt hjá þér Jóhann minn og nákvæm.
Bestu kveðjur,
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:28
ofur færsla! 10/10
halkatla, 30.4.2008 kl. 21:55
Takk kærlega fyrir það Skúli ég met það mikils .
Bestu kveðjur og Guð Blessi þig
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 22:07
Takk fyrir það Linda
Bestu kveðjur
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 22:08
Takk kærlega fyrir það Anna karen
Bestu kveðjur
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 22:10
phew, því líkur lestur, en afar fróðlegur, takk
knús
Linda, 30.4.2008 kl. 22:20
Takk kærlega fyrir það Linda mín!
knús
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 22:32
Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 00:23
Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 00:25
Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 00:31
ÆI smá húmor maður verður að hafa húmorinn í lagi .
Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 00:37
Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 13:34
Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 13:42
Jóhann reit; Múslímar trúa því að Guð (á arabísku Allah; einnig á arameísku Alaha) hafi opinberað boðskap sinn til manna fyrir Múhameð spámanni sem uppi var í Arabíu 570-632 (samkvæmt gregoríanska tímatalinu).
Þetta er flott samantekt hjá þér Jóhann minn og nákvæm.
Bestu kveðjur,
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:28
Já Jóhann, það er gaman að gríninu. Kristur talaði Arameísku.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.