• Talmud

  Talmud

Mig Langar til kynna fyrir ykkur Talmud helgi bók Gyðinga sem ég á sjálfur báðar Jerúsalem talmud og Babylon Talmud og Everyman ´s Talmud sem er eins og lifandi orð hjá okkur svona fyrir unga fólkið, 'eg mæli henni fyrir alla þá sem elska visku . Hún er frábær.Grin

0805210326.01.LZZZZZZZ

         Talmud og Lögmálið

               Tanakh: Hið ritaða lögmál GT

          Talmud: Munnlegt lögmál

         Skiptist í Mishna og Gemara var til fyrst

gemara

           

Sínaí hét fjallið þar sem Móse tók við lögmálinu frá YHWH og um leið munnlega lögmálinu

Orðið Talmúðþýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit inniheldur fornan lærdóm sem talinn er heilagur og varðveitir ýmsar reglur og lög gyðinga. Til eru tvær mismunandi gerðir ritsins, ein frá Babýloníu í núverandi Írak og ein frá Palestínu. Þær eru að mörgu leyti eins, þó sú babýlonska sé umfangsmeiri og því meira notuð. Það er nokkuð óvíst og umdeilt hvenær það var sem lærdómurinn og lögin voru sameinuð í Talmúð, og hverjir gerðu það. Þó er víst að það tók marga mannsaldra að safna og skipuleggja þetta umfangsmikla efni og í aðalatriðum var það gert af rabbínum og svokölluðum amoraim, sem eru ritskýrendur eða fræðimenn.

judy_talmud_150_150x180Talmud

TværTalmud  bæði Jerúsalem og Babylon

Gemaraer arameískt og er notað um lögskýringar við Mishna sem urðu til eftir að hún öðlaðist fast form. Upphaflega voru það þessar skýringar sem nefndar voru 'Talmúð', en þegar textinn var prentaður í Basel milli 1578 og 1581, ákváðu ritskoðendur kirkjunnar að þær skyldu kallast 'Gemara'. Síðan þá hefur Talmúð oftast vísað til verksins alls.

Talmúðinum frá Babýloníu var lokið um sjöttu öld eftir Krist. Ritsafnið er bæði á hebresku, upprunalegu máli gyðinga og síðar helgimáli, og arameísku sem var samskiptamál víða í Mið-Austurlöndum í fornöld og móðurmál flestra gyðinga frá og með sjöttu öld fyrir Krist.

Mishnah varð síðan grundvöllur enn frekari rökræðna í gyðingasamfélögum og var þessum rökræðum síðar safnað í Talmúd Jerúsalemborgar (um 400 e.Kr.)

Talmud: Munnlegt lögmál. Skiptist í Mishna og Gemara.tvær talmud eru notaðar  Talmud til bæði í Jerúsalem og Babylon

Þetta munnlega lögmál, eða hin munnlega geymd, var rituð niður í lagasafninu Mishna og útskýringum þess , Tosefta. Þetta ritsafn var til þegar um 2oo e.kr.

Til frekari útskýringar á hinni munnlegu hlið lögmálsisn var ritað skýringarsafnið Talmud. Varð Talmud til bæði í Jerúsalem og Babylon og skýrir hina munnlegu hefð enn frekar og heimfærir hana upp á flesta þætti hins daglega lífs. Því má segja að með þessu hafi allt líf hins trúaða gyðings hafi verið sett í ákveðnar skorður lögmálsins.

Þannig urðu í raun til ný trúarbrögð þegar ísraelsríkinu gamla var eytt eftir uppreisn stjörnusonarins. Var það gyðingdómur er sótti kenningu sína í hina rituðu hefð hebresku Biblíunnar.

Palestínski Talmúðinn var prentaður á Feneyjum 1523-24 og allar seinni útgáfur hans fylgja þessari. Aftur á móti voru hlutar úr babýlonska Talmúðinum prentaðir í fyrsta skipti á Spáni um 1482 og síðan hafa komið út um 100 mismunandi útgáfur. Staðalútgáfan kallast Vilna, eftir borginni Vilnius í Litháen, þar sem hún var prentuð frá og með árinu 1886.

Mikilvægustu bækurnar sem mynda Talmúð heita Mishna, sem þýðir „endurtekið nám“, og Gemara, sem þýðir „fullkomnun“. Við þær er svo bætt ýmsum glósum og skýringum. Orðið Mishna vísar til lagafyrirmæla sem upphaflega voru varðveitt í munnlegri geymd og juku við og útfærðu lög og siðafyrirmæli Tórunnar. Oftast telst Tóra vera fyrstu fimm bækurnar í Gamla testamentinu (Fimmbókaritið), en stundum Gamla testamentið í heild. Samkvæmt gyðingdómi skapaði Guð Tóruna á undan heiminum svo hún inniheldur guðdómlega formúlu fyrir framtíð heimsins og svör við öllum spurningum. Meira að segja Guð sjálfur skoðar Tóruna áður en hann tekur ákvarðanir til þess að forðast þversagnir.

Mishna skiptist í sex bálka sem kallast sedarim. Þeir greinast svo í nokkurs konar pistla sem nefndir eru massekhtaotog skiptast í enn smærri kafla. Bálkarnir í Mishna fjalla um landbúnað; margvíslegar trúarathafnir og -hátíðir; samlíf hjóna; eignir, fjármál og dómgæslu; helgidóma og að síðustu hreinleika og hreinsunarathafnir, til dæmis varðandi mataræði. Eins og áður sagði voru lögin (Mishna) upphaflega ekki skrifuð, heldur gengu þau mann fram af manni meðal rabbína sem rannsökuðu þau í fræðasetrum Palestínu og Babýloníu. Árin 132-135 eftir Krist gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómverjum og í kjölfarið endurreistu þeir hæstaréttinn eða æðstaráðið, sanhedrin, sem var í senn stjórnvald og menntastofnun. Nokkru eftir það var komið föstu skipulagi á Mishna undir stjórn Júda ha-Nasi (Júda prins eða Júda forseti, 135 til um það bil 220), sem þá var í forsvari fyrir sanhedrin. Svo virðist sem Mishna hafi þá fengið það form sem hún hefur enn í dag. Hins vegar er óvíst að hún hafi verið skrifuð niður fyrr en síðar svo geymd hennar var aðallega munnleg fram á miðaldir, og jafnvel lengur.

Orðið Gemaraer arameískt og er notað um lögskýringar við Mishna sem urðu til eftir að hún öðlaðist fast form. Upphaflega voru það þessar skýringar sem nefndar voru 'Talmúð', en þegar textinn var prentaður í Basel milli 1578 og 1581, ákváðu ritskoðendur kirkjunnar að þær skyldu kallast 'Gemara'. Síðan þá hefur Talmúð oftast vísað til verksins alls.

Þó Talmúð sé fyrst og fremst safn lagatexta og skýringa á þeim fjallar hann einnig um margvísleg önnur efni. Af þeim má nefna: landbúnað, stjörnuspeki, ráðningu drauma, siðfræði, þjóðhætti, sögu, galdra, stærðfræði, læknisfræði, málshætti og guðfræði. Hlutskipti mannsins, sigrar hans og ósigrar, skipa stóran sess í Talmúð. Til dæmis geymir hann reglur um ábyrgð fólks í fjölskyldu sinni og veröldinni almennt. Einnig fjallar hann um heilsufræði, mataræði og lyfjanotkun.

Textarnir í Talmúð eru nokkuð sérstakir að málfari og byggingu. Þeir byggjast nefnilega á skýrslum um samræður eða deilur ýmissa fræðimanna. Í sumum tilfellum eru þessir fræðimenn nafngreindir, en oft er það ekki gert og þá merkir það að útleggingin eða skoðunin njóti almennrar viðurkenningar. Stundum eru skýrslurnar um raunverulegar deilur en oft hafa skrifararnir upphugsað röksemdirnar og lagt þær í munn þeim sem gætu hafanotað þær. Þetta ýtir náttúrulega undir margvíslegar túlkanir. Textanum er skipað þannig á blaðsíðurnar að Mishna og Gemara eru í dálki í miðjunni en aðrar skýringar allt í kringuum þær. Í Talmúð er stuðst við tiltekna túlkunaraðferð sem kallast Midrashog var upphaflega beitt á Heilaga ritningu. Bæði er mikið vitnað í ritsöfn sem geyma þessa túlkun helgiritanna, og auk þess er aðferðin sjálf notuð í skýringum Gemara við Mishna. Það felst í Midrash að mótsagnir í texta eru útskýrðar með því að endurtúlka hann. Og ef vandamál komu upp eru þau leyst röklega út frá hliðstæðum eða með enn vandlegri textarýni.

Í gegn um tíðina hefur Talmúð oft verið gagnrýndur og honum hafnað sem tilbúningi rabbína. Á átjándu og nítjándu öld olli upplýsingarhreyfing gyðinga afhelgun í menningarlífi þeirra og breytti þar með viðhorfum margra til Talmúðs. Afleiðing þess er sú að margir gyðingar líta á Talmúð sem tímaskekkju frá miðöldum og hafna honum þess vegna. En eftir að gyðingar stofnuðu þjóðríki í Ísrael árið 1948 og menning þeirra gekk í endurnýjun lífdaganna, hefur Talmúð aftur öðlast mikilvægi, sérlega í Ísrael. Forskriftir hans hafa víða áhrif, aðallega á fjölskyldulíf, reglur um mataræði, samkunduhúsin og fyrirkomulag góðgerðasamtaka og ýmissar félagslegrar starfsemi. Ungir íhaldssamir gyðingar lesa líka Talmúð til að finna lausnir á deilum og vandamálum í samtímanum, til dæmis þeim sem tengjast fóstureyðingum eða ofbeldi í samfélaginu.

SoncinTalmud

Tilvísun

Stefán Jónsson og Ulrika Andersson. „Hvað er Talmúð? “. Vísindavefurinn 11.7.2002. http://visindavefur.is/?id=2584. (Skoðað 15.4.2008).

Höfundar

Stefán Jónssonaðstoðarmaður ritstjóra á VísindavefnumUlrika Anderssonvísindablaðamaður

 

  talmudpic

Halakhah

Halakhah er rit semí er að finna siðaboðskap gyðinga auk ýmissa hefða sem byggjast á boðorðunum. Boðorðin tíu sem opinberuðust Móse á Sínaí-fjalli, 613 boðorð sem voru unnin af rabbínum á annarri til sjöundu öld og ýmsar hefðir sem mynduðust á fyrstu öldum Ísraelsríkiser að finna í Halakhah. Í Halakhah má finna upplýsingar um klæðnað, hvað megi borða og hvernig hægt sé að hjálpa fátækum. Því er Halakhah ekki eingöngu trúarlegt gildi heldur líka hversdagslegt gildi og er því undirstaða lífshátta og siða gyðinga. Með því að hlýða orðum Halakhah sýna menn guði þakklæti sitt, öðlast skilning á einkennum gyðingdómsins og færa guðdóminn inn í hversdaglífið.

Mishnah og Talmúd

Mishnah inniheldur munnlega lögmálið. Eftir að seinna musteri gyðinga var eyðilagt árið 70 e. Kr., og gyðingar tvístruðust, var farið að leggja meiri áherslu á að skrásetja sögu og trúarlíf gyðingdómsins. Umræður rabbína um hvernig trúarlegt og veraldlegt líf gyðinga gæti samlagast breyttum aðstæðum leiddu til þess að til urðu lög og siðaboð sem Ísraelsmenn gátu farið eftir. Það var þó ekki fyrr en árið 200 e. Kr að munnlega lögmáliðvar skráð í rit sem fékk nafnið Mishnah. Í Mishnah er fjallað um bæði trúarlegar og veraldlegar hliðar lífsins. Mishnah leiddi svo til mikilla rökræðna milli rabbína sem tjáðu skoðanir sínar hvort heldur að þeir voru í meiri hluta eða minni hluta hópum gyðinga.  Þessum rökræðum var síðan safnað saman í rit sem nefnist Talmúd.

Talmúd er safn, ritað af rabbínum, sem inniheldur trúarhefðir gyðinga. Talmúd er talið hafa verið skrifað einhverstaðar á bilinu frá annarri til fimmtu öld e. Kr. Sumir gyðingar vilja þó meina að þessi texti hafi einnig opinberast Móse en hafi borist á milli munnlega allt þar til hann hafi verið skrifaður niður. Þess vegna nefnist Talmúd stundum munnlega Tóra. Í Talmúd er textinn jafn heilagur og textinn í Biblíunni.

Siddur og Haggadah

Hvað varðar lífsmáta og trúarathafnir gyðinga þá eru tvö rit sem hafa mikla sérstöðu en það eru bænabækur sem nefnast Siddur og endursögn sem nefnist Haggadah.

Til eru margar gerðir af Siddur bæði til daglegs bænahalds og til að nota á Sabbatsdegi og trúarhátíðum. Siddur er í grunninn eins uppbyggð þó einhver munur sé á henni eftir hvaða stefnu gyðingar aðhyllast. Bænabókin um helgisiðaformið er þó allstaðar eins.

Haggadah segir frá brottför Ísraelsmanna frá Egyptalandi. Við málsverð gyðingafjölskyldunnar á páskum er frásögnin flutt og hún rifjuð upp kynslóð eftir kynslóð. Frásögnin er til þess að fræða börnin og á að halda athygli þeirra. Með þessu er verið að móta sjálfsmynd gyðinga.

Höfundar

nemendur.khi.is/gudthors/truarbragdavefurinn/gyding/gydingTruarhugmyndir/gydingTruHelgirit2.htm - 13k -
 

 Men_praying_at_Western_Wall_tb_n010200

Gyðingdómur eru næstelstu trúarbrögðin og elstu eingyðistrúarbrögðí heimi. Samkvæmt gyðingatrú má rekja upphaf gyðingdóms til þess þegar Abraham gerði sáttmála við guð, um 2000 f. Kr. Gyðingar tóku að breiðast út um allan heim þegar Babýloníumenn herleiddu Júdeu. Gyðingar skipast í þrjár meginfylkingar. Rétttrúnaðargyðingar vilja halda í alla gamla siði gyðingdómsins, umbótasinnar vilja laga gyðingdóm að nútímanum, og íhaldssamir gyðingar vilja bæði halda í gömlu siðina og laga gyðingdóm að nútímanum.

Gyðingar eru nú flestir í Bandaríkjunum en í Ísrael er mesta samfellda byggð Gyðinga. Flestir búa þeir innan borgarmúra Jerúsalem þar sem er helgasti staður Gyðinga: Grátmúrinn. Þangað koma Gyðingar frá öllum löndum heims í pílagrímsferðir til að biðja.

51DIyzcL58L

'Eg mæli eindregið með þessari biblíu, ég +á hana sjálfur hún er frábærHeart

Complete-Jewish-Bible_large

og Þessi er æðisleg með nýja testamentinuHeart ég elska hana og nota hana mikið

InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband