Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Þetta Með Jesú og fótaþvotturinn Jóh 13:5
Eg hef oft pælt í þessu með fóta þvottin útaf því allt sem Jesú gerði hefði meinigu & hann er fyrirmynd okkar , og hann kenndi okkur að fylgja dæmi hans , Að þvo fætur á öðrum þarf mikla auðmýkt að þvo táfýlu fætur af öðrum & er oft ógeðfeld til hugsun að þvo fætur annarra .
Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig. Hann kemur þá að Símoni Pétri, sem segir við hann: "Herra, ætlar þú að þvo
mér um fæturna?" Til að beygja sig og þvo slíka fætur þurfti mikla auðmýkt. Er Drottinn hefur lokið starfa sínum, bendir hann lærisveinum sínum á, að hann hafi gefið þeim eftirdæmi og síðan lýsir Hann því yfir, að þeir sem hlýði þessu boði Hans, muni sælir verða. Þetta var eitt af síðustu verkum Drottins hér á jörðu. Hann gerði allt til kenna okkur að fara dæmi hans & taka á okkur þjónsmynd .'Eg trúi að við sem erum kristinn ættum að geraþetta , 'Eg veit um predikara Francis macnutt sem hefur gert þetta í kirkjunni hans , Og hann sagði að þetta væri mikill leyndardómur i þessu . Mikil blessun & skapar einingu & kærleika .auðmýkt
Því miður eru flestar kirkjudeildir, sem setja sig á móti að þessu boði Drottins sé hlýtt. Fótaþvottur hefur tvíþætta verkan. Í fyrsta lagi hreinsast fætur þess er þveginn er. En í öðru lagi, og það er ekki síður mikilvægt, þá hreinsast hendur þess er þvær. Það gerir okkur afar gott að beygja okkur við fætur systkina okkar og þvo þá. Við það tækifæri biðjum við fyrir göngu viðkomandi með og Guð vekur í brjóstum okkar nýjan kærleika og samkennd með bróður okkar eða systur. Fótaþvottur eykur samkennd og kærleika á milli systkina í Drottni & söfnuð Guðs saman í en meiri einingu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 30.12.2007 kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Í Krossinum er stundaður fótaþvottur, reyndar hef ég ekki enn tekið þátt því ég man aðeins eftir einu skipti síðan ég gekk í söfnuðinn, þá missti ég af.
En í trúarjátningu Krossins segir:
"Fótaþvottur
Fótaþvottur var einnig stofnsettur af Drottni Jesú Kristi. Fótaþvottur er til hreinsunar og helgunar fyrir fætur og hendur þeirra sem auðmýkja sig til þátttöku. Jóh. 13:4-17."
Andri (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:01
Sjá hér: http://krossinn.is/Um_Krossinn/Trúarjátning/
Andri (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:02
Ég hef tekið þátt í svona athöfn, þegar ég var gestkomandi í einni kirkju, ég átti erfitt með að meðtaka þessa auðmýkt en þetta snerti virkilega við mér.
Guðrún Sæmundsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:13
Já ég skil hvað þú meinar Guðrún þú áttir erfitt með að meðtaka þessa auðmýkt ,'Eg væri eins yrði , En frábært að hjá krossinum að hafa þessa athöfn ,
Jóhann Helgason, 21.8.2007 kl. 21:32
Þetta er gert með reglulegu milli bili í Aðvent kirkjunni. Þótt ég hafi tekið þátt í svona athöfn marg oft þá finnst mér þetta enn mjög sérstakt og ef ræðan á undan fjallar um athöfnina og útskýrir hana þá verður athöfnin sjálf enn áhrifameiri. Takk fyrir að benda á þessa merkilegu en mjög vanræktu athöfn.
Mofi, 22.8.2007 kl. 10:49
En þessi athöfn er í eðli sínu táknræna og felur í sér hvernig Kristur kollvarpar öllum gildum samfélagsins! Hann er að benda á að við erum öll jöfn frammi fyrir Guði! Hér er enn innsýn í mjög svo róttækan jafnréttisboðskap Krists, þar sem að með þessari athöfn segir hann okkur að engin er öðrum meiri eða á meiri réttindi umfram aðra! Þegar að Guðsríkinu kemur erum við öll jöfn! Þetta er afar merkilegur texti! Minnir á orð Páls í Korintubréfinu 1. kafla þegar hann segir: Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari! Kveðja, Sunna!
Sunna Dóra Möller, 22.8.2007 kl. 11:54
frábært að þessi atöfn sé stunduð í þetta mörgum kirkjum frábær puntur hjá þér Sunna við erum öll jöfn frammi fyrir Guði! & líka ,sér hvernig Kristur kollvarpar öllum gildum samfélagsins! meiriháttar innleg hjá þér sunna """
Jóhann Helgason, 22.8.2007 kl. 15:52
Boðunarkirkjan mun einnig stunda fótaþvott á hverju ári fyrir Páskana.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.8.2007 kl. 02:05
Þetta er alveg frábær íhugun hjá þér Jóhann, og merkilegt að söfnuðir skulu vera byrjaðir og/eða hafa stundað þessa tilteknu lofgjörð. ´Móðir Theresa tók þetta inn í hjarta sitt og framkvæmdi allt sítt ´líf líknarstarf, hún auðmýkti síg fyrir framan þá sem höfðu verið auðmýktir af samborgurum sínum sakir sjúkdóms eða fátæktar, hún sýndi þeim trú í verki. Já, þetta er undursamlegt og eitthvað sem okkur ber að skoða betur í samfélagi okkar við hvort annað.
Linda, 24.8.2007 kl. 03:31
Takk Fyrir það Linda gaman að þú deildir með okkur með Móðir Theresu ég hafði & hef svo mikið álit á henni hún var svo einstök það fetar engin í fótspor hennar , en hún er sem við eigum að taka til fyrirmyndar kona tók allgerlega á sig Krist mynd & gekk í hans spor , ( já undursamlegt og eitthvað sem okkur ber að skoða betur í samfélagi okkar ) vel orðað hjá þér Linda engum hefur tekist það betur en Móðir Theresu. sem við ætum að taka til fyrirmyndar.
Jóhann Helgason, 24.8.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.