Talmud 101

crashcourse_39_230x150Mig langar að kynna fyrir ykkur Talmud,en  afaverju Talmud?  Ég vona það sé  almennur áhugi fyrir því, að ég ekki drepi ekki ykkur úr leiðnilindum ..   Ha ha . Ég  á báðar Talmud bækurnar sem gyðingar nota, tvær Talmud sem hafa þróast frá Gemera  í Talmud   önnur er  Babylonian talmud .  Tvær ólíkar bækur en á sama meiði & sama spekin , sem heita Talmud sem koma báðar frá munlegri hefð Gyðinga .

Fyndna var að gyðingar gátu ekki gert upp á milli þessara tveggja  bóka. Þannig báðar eru notaðar verkið af  fyrrum Jerusalem Talmud liklega endalega verið til búinn 425 C.E.  Þegar Theodosius II var við völd, síðan útlegðina sem gyðingar voru í þeir sem bjuggu Babylon 586 BCE, það var stórt gyðinga samfélag Babyloníu,  fyrst kom Gemera sem varð siðar af talmud þróaðist í Talmud, eins með margt hjá gyðingum var Talmud munleg hefð,  þannig að Talmud sem slík varð ekki bara til sem bók sem varð vinsæl, það var ekki eins og engin hafði heyrt þessa speki áður - alls ekki heldur spekin sem var til áður, en fyrst var skrifuð niður á blað.

Þannig varð erfikenningin Talmúd til, tólf þykk bindi. Talmúd verður helst líkt við trúarlegar alfræðibækur. Þar eru teknar fyrir og ræddar allar meiriháttar spurningar er varða líf Gyðinga. Þar eru lögmálsútskýringar, trúarlærdómar, textatúlkun, prédikanir, sögulegur fróðleikur og smásögur, hvað innan um annað. Menn reyndu að finna út frá orðum Gamla testamentisins nákvæmar reglur, boð og bönn, um öll tilfelli lífsins, raunveruleg og hugsanleg. Strangtrúaðir Gyðingar reyna að halda allar 613 reglur lögmálsins (248 boð og 365 bönn). Gyðingar fylgja fjölmörgum reglum varðandi fæðu og matargerð. Þessar reglur nefnast einu nafni kashrut. Bannað er að leggja sér óhrein dýr til munns, svo sem svín, humar og rækjur. Dýrum þarf að slátra eftir réttum reglum, þannig að sem mest af blóðinu fari úr skrokknum. Einnig er bannað að borða sinar spendýra, er það byggt á frásögunni um glímu Jakobs. Einnig er bannað að neyta blóðs, því að sálin býr í blóðinu. Ekki má blanda saman kjötmeti og mjólkurmat, því í 5. Mósebók segir: “Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar.” Matur sem matreiddur er eftir settum reglum, er kallaður kosher. Öll sveinbörn þarf að umskera á áttunda degi. Umskurnin er tákn þess að einstaklingurinn sé undir sáttmálanum sem Guð gerði við Abraham. Allir sem eiga Gyðing að móður, teljast til Gyðingaþjóðarinnar. Gyðingar líta á allar aðrar þjóðir, sem heiðingja. Hvíldardagurinn (sabbatsdagurinn) er hátíð fjölskyldunnar.
 Hvíldardagurinn hefst við sólarlag á föstudegi og lýkur við sólarlag á laugardegi. Strangtrúaðir Gyðingar forðast hvers kyns verk á sabbatsdegi. Þeir ferðast ekki, nota ekki síma, skrifa ekki, snerta ekki peninga, kveikja ekki ljós og láta ekki taka af sér myndir. Tuttugu mínútum áður en sabbatshelgin hefst, tendrar húsfreyjan sabbatsljósin. Síðan blessar heimilisfaðirinn vínið og sneiðir sabbatsbrauðið. Eftir það er borðaður hátíðarmatur. Á laugardögum fer fram guðþjónusta í samkunduhúsum Gyðinga. Guðþjónusta Gyðinga er tiltölulega fábrotin. Samkunduhúsin hafa engar myndir. Það þarf að lágmarki tíu karlmenn, til að hægt sé að hafa guðþjónustu. Guðþjónustan samanstendur af bænum, sálmasöng og upplestri úr lögmálinu. Rabbíninn í viðkomandi synagógu, sér um að prédika. Rabbíninn sér einnig um giftingar og jarðarfarir. Þótt lögmálið banni ekki fjölkvæni, hefur það ekki tíðkast meðal Gyðinga sl. 1000 ár.
 Að fornri venju, eru sveinar blessaðir í samkunduhúsinu á næsta sabbatsdegi eftir 13. afmælisdag. Þá hafa þeir áður fengið uppfræðslu í lögmálinu og er falið að lesa upp úr lögmálinu við guðþjónustuna viðkomandi sabbatsdag. Þá verður sveinninn “Bar Mitzvah”, sonur lögmálsins.

Ég á sjálfur báðar bækurnar útaf náminu sem ég er í og ég á einnig bækurnar: Gemera og Mishnah. Svo keypti ég mér "Everymans´s Talmud" sem er eins og Lifandi orð hjá okkur, sem höfðar til unga fólksins, sem er snild  að mínu mati .

Talmud er eins & Mishnah ( Lögmálsbókin )  afar mikilvæg gyðingum hún geymir lögin þeirra, það er margt hægt finna merkilegt í Talmud ítarlegar lýsingar á sumu í biblíuni og með sál mansins margt fleira  og lögin lika. Tel ég að við hin kristinu eigum að eiga Talmud ? Nei alls ekki , Talmud er fyrir Gyðinga, hún er merkileg sem slík, fyrir þá sem eru forvitnir. Endilega fáið ykkur þá "Every man´s Talmud" efitir Abraham Cohen.

Stutt & laggott Wink

Þessi grein hefur verið endurskrifuð og bætt inní nýjum upplýsingum um bókina Talmud. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

Ok  þá fer 'eg að  takan þessa grein saman  &  passa mig að hafa þetta ekki og langt  Bara stutt skemmtilegt  +  en fróðlegt  lika .

Jóhann Helgason, 16.8.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

jú ég hef áhuga

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.8.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jói, ég er búinn að leiðrétta þessa grein og breyta henni svo hún sé læsilegri, þ.e.a.s. uppsetningin, þú lætur mig vita þegar meira efni berst.

Þið hin, þá gerum við Jói þetta í sameiningu, hann er lesblindur og með athyglisbrest, þess vegna reyni ég þegar ég get að fara yfir þetta hjá honum og leiðrétti eins og ég get. Jói er besti vinur minn og þess vegna förum við þessa leið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband