Sunnudagur, 12. ágúst 2007
Afhverju eru mismunandi konur nefndar í Guðspjöllunum
Það hefur verið deilumál í gegnum aldirnar afhverju eru mismunandi konur nefndar í Guðspjöllunum , Þau voru skrifuð með svo löngu millibili svo það er ekki sem skiptir neinu máli ég held persónalega að allar konunnar hafa verið þarna Líka Maria & marta
MATTEUSARGUÐSPJALL(MATTITYAHU)
Grafinn 57Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. 58Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. 59Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði 60og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. 61María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.
Hann er upp risinn
28
þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina
MARKÚSARGUÐSPJALL
Lagður í gröf 42Nú var komið kvöld. Þá var aðfangadagur, það er dagurinn fyrir hvíldardag. 43Þá kom Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráðsherra, er sjálfur vænti Guðs ríkis. Hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja um líkama Jesú. 44Pílatus furðaði á, að hann skyldi þegar vera andaður. Hann kallaði til sín hundraðshöfðingjann og spurði, hvort hann væri þegar látinn. 45Og er hann varð þess vís hjá hundraðshöfðingjanum, gaf hann Jósef líkið. 46En hann keypti línklæði, tók hann ofan, sveipaði hann línklæðinu og lagði í gröf, höggna í klett, og velti steini fyrir grafarmunnann. 47María Magdalenaog María móðir Jóse sáu, hvar hann var lagður.
Hann er upp risinn
16
1Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. 2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. 3Þær sögðu sín á milli: "Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum?" 4En þegar þær líta upp, sjá þær, að steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. 5Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju og þær skelfdust. 6En hann sagði við þær: "Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann. 7En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: ,Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður'." 8Þær fóru út og flýðu frá gröfinni, því ótti og ofboð var yfir þær komið. Þær sögðu engum frá neinu, því þær voru hræddar.
[Fagnaðarboð öllu mannkyni 9Þegar hann var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu, en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda. 10Hún fór og kunngjörði þetta þeim, er með honum höfðu verið og hörmuðu nú og grétu. 11Þá er þeir heyrðu, að hann væri lifandi og hún hefði séð hann, trúðu þeir ekki.
LÚKASARGUÐSPJALL
Hann er upp risinn 24
1En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið. 2Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, 3og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. 4Þær skildu ekkert í þessu, en þá brá svo við, að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. 5Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: "Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? 6Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu. 7Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi." 8Og þær minntust orða hans, 9sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. 10Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu. 11En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. 12Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það, sem við hafði borið.
Þær sem fóru að gröfini
JÓHANNESARGUÐSPJALL( Yochanan )
Jesús krossfesturEn hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena. 26Þegar Jesús sá móður sína standa þar og lærisveininn, sem hann elskaði, segir hann við móður sína: "Kona, nú er hann sonur þinn." 27Síðan sagði hann við lærisveininn: "Nú er hún móðir þín." Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín.
Gröfin tóm 20
1Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. 2Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: "Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann." Jesús birtist Maríu Magdalenu 11En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina 12og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta. 13Þeir segja við hana: "Kona, hví grætur þú?"
svona hefur grafhýsið litið út sem efnaður maður Jósef keypti.
Maria systir mörtu
maria & Marta með Jesú
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 2.1.2008 kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
Blesssssaður Jóhann flott færsla hjá þér og myndirnar eru frábærar! En mig langar til að þú kommentir um umskurn kvenna frá Biblíulegu-sögulegu sjónarmiði sem hér er vitnað í og haldið fram að slíkt hafi vrið í gangi hjá Söru konu AAbrahams en ég er ekki nógu fróð til þess að svara þessu. svo mikið veit ég þó að Biblían fordæmir svona gjörðir, en hérna er umræðuslóðin
http://arngrimur.blog.is/blog/arngrimur_the_a/entry/284354/Guðrún Sæmundsdóttir, 12.8.2007 kl. 16:18
Takk kærlega fyrir það Guðrún , ég elska hafa myndir með skreyta stundum of mikið he he , Vá ég skal gera það umskurn kvenna frá Biblíulegu-sögulegu sjónarmiði það er hræðilegt ,agalegt svo mikið kvenhatur hræðilegt það skuli liðast í en í dag .Já fer inn á slóðina
Jóhann Helgason, 12.8.2007 kl. 17:01
Blessaður Jóhann, gaman að þessum færslum, eneru þetta ekki sömu konurnar sem um er talað? Er ekki frásagnarhefðin misjöfn, og túlkunaratriðin sem gera mismunin. Í Jóhannesaguðspjalli, er guðfæðin orðin flóknari, eða undirbúningur undir annað og meira.
Sólveig Hannesdóttir.
Sólveig Hannesdóttir, 13.8.2007 kl. 20:02
Jú allveg há rétt hjá þér Sólveig gott innlegg hjá þér Maríu Magdalenu til dæmis alltaf nefnt
Jú spurning um frásagnarhefðin misjöfn, og túlkunaratriðin lika , mér aldrei fundist þetta vera stór mál bara túlkunar atriði en margir fræðimenn hafa mikið rifist um þetta gegnum tíðina & gert stór mál út af þessu en þetta er ekkert flókið .
Jóhann Helgason, 13.8.2007 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.