frábærar Bænir

ÆÐRULEYSISBÆNIN

Guð, gefðu mér æðruleysi

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt

kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli

bæn

TRÚARJÁTNINGIN

 

Ég trúi á Guð föður almáttugan skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jésú krist hans einkason, Drottin vorn sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn.

Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Amen.

deadrip

Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: "Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig." Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.

 

Vertu, Guð faðir, faðir minn.

Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.

Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína'eg glaður kyssi.

Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir mína önd,
mun ég svo glaður deyja.

Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta ég geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna'eg burt úr heimi.


Hallgrímur Pétursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Fékk senda bók einhverntíma frá mömmu sem hét Bæn Jaebes og var um þetta. Fjallaði eitthvað um það hve við erum hikandi að biðja okkur blessunnar.  Gott mál að biðja svona.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.7.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Jóhann Helgason

Já þetta er æðisleg bæn  ég hef notað þessa bæn stundum en maður ætti að nota hana daglega  &  ég nota vertu Guð faðir minn  sem ég nota daglega

Jóhann Helgason, 30.7.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband