Didache Lærdómur Drottins, opinberaður postlunum tólf, handa þjóðunum.

 APOST2

Ellefti kafli. Um kennara, postula og spámenn.
Hver sem því kemur og kennir yður alla þessa hluti sem fyrr er frá greint, honum skal tekið á móti. En ef kennarinn sjálfur snýr sér frá og kennir aðra kenning sem afmáir þessa, þá hlýðið eigi á hann. En ef hann kennir þannig að réttvísi aukist og þekking á Drottni, þá takið á móti honum sem Drottni. En varðandi postulana og spámennina, gjörið þá einsog Guðspjallið boðar. Takið á móti öllum postulum sem til yðar koma, sem væru þeir Drottinn. En hann skal ekki dvelja hjá yður lengur en einn eða tvo daga, ef þörf krefur. En ef hann dvelur í þrjá daga þá er hann falsspámaður. Og þegar postulinn heldur á braut á hann ekki að taka með sér nokkuð annað en brauð, þartil hann finnur sér samastað. Ef hann biður um peninga, þá er hann falsspámaður. Og spámann sem talar í Andanum skulið þér eigi reyna eða dæma; því að hver einasta synd mun verða fyrirgefin, en þessi synd er ófyrirgefanleg. En það eru ekki allir sem tala í andanum spámenn, heldur bara sá sem heldur sér við vegu Drottins. Þar fyrir munu falsspámaðurinn og spámaðurinn verða þekktir af veginum sem þeir fylgja. Og hver sá spámaður sem pantar sér mat í Andanum mun eigi eta hann, nema hann sé að sönnu falsspámaður. Og hver sá spámaður sem kennir sannleikann en iðkar ekki sjálfur einsog hann kennir, er falsspámaður. Og hver spámaður sem sannar að hann vinnur fyrir leyndardóm Kirkjunnar í heiminum, en kennir ekki öðrum að breyta einsog hann sjálfur gjörir, skal ekki verða dæmdur á meðal yðar, því að hjá Guði fær hann sinn dóm; því þannig var það einnig með hina fornu spámenn. En hver sá er segir í andanum; "Gefið mér pening" eða eitthvað annað þvíumlíkt, hann skuluð þér eigi hlýða á. En ef hann segir yður að gefa til annarra sem eru í neyð, látið þá engann leggja dóm á hann.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband