Sagan af Lilith

Sagan af Lilith

Það

Það eru til þjóðsögur um að Adam hafi átt eiginkonu á undan Evu sem hét Lilith. Adam hafi fyrst um sinn verið einn og hafi verið þreyttur á því að maka sig með dýrum, þó svo að það komi fram í gamla testamentinu að það sé synd. Hann hafi beðið Guð um að skapa fyrir sig konu. Þjóðsögurnar er breytilegar frá landi til lands en í meginatriðum sameinast þær um að Lilith hafi yfirgefið Adam, vegna þess að hún vildi ekki þóknast honum.

Samkvæmt þjóðsögunni á Lilith að hafa verið vond, ótrú og eignast hundrað afkvæmi með djöflinum. Adam bað þess að þrír englar birtust Lilith og bæðu hana að snúa aftur til hans en þeir voru Senoy, Sansenoy og Semangelof. Hún neitaði þeim. Þeir hótuðu að drepa afkvæmi hennar, alla þá daga sem hún var fjarri Adami. Þá svaraði hún því að hún myndi drepa alla afkomendur Adams og Evu, nema þeir hæddust að nafni englanna þriggja. Ekkert af þessu kemur fram í biblíunni, þó svo margir telji að þessi saga hafi eitt sinn verið þar. Hinsvegar kemur fram í biblíunni, í Ísaki 34:14 að kona að nafni Lilith sé næturdjöfull. Sumir segja að Lilith hafi verið drottning í Zmargad og aftur í Sheba, og hafi hún útrýmt sonum Jobs í biblíunni. 

180px-Lilith_%28John_Collier_painting%29

Lilith kemur fram annarsstaðar, m.a í dulspeki gyðinga og voru þeir lengi vel hjátrúarfullir og áhyggjufullir gagnvart sonum sínum. Gyðingar létu drengina sína safna hári fram að vissum aldri svo að Lilith héldi að þeir væru stúlkur. Einnig voru drengirnar látnir bera sérstök verndararmbönd. Trú á Lilith kemur einnig fram hjá Grikkjum, Babýlóníumönnum, Indjánum og Aröbum. Allskyns hefðir spruttu út um allan heim. Í mörgum samfélögum, allt fram að 18.öld var það hefð að vernda nýfædd börn með þvi að draga galdrahring í kringum rúm barnsins með þulu, þar sem nöfn englanna þriggja komu við sögu. Ef barn hló í svefni töldu foreldrar víst að Lilith væri að ásækja þau. Að snerta létt á nef barna átti að fæla Lilith frá.Þjóðsagan um Lilith, út frá “biblíulegu” tilliti er afar vinsæl hjá sumum feminískum hreyfingum því fyrir þeim er Lilith dæmi um konu sem neitar að vera undirgefin karlmanni. Hún er tákn lífsspeki þeirra.Til eru ótal útgáfur af því hvernig á að túlka Lilith og hvar upphaf hennar er að finna, því er ómögulegt að alhæfa nokkurn skapaðan hlut en sagan er engu að síður áhugaverð og skemmtileg ! Lilith kemur út úr zohar  Gyðinga  bókini    

,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég vil biðja á að segja að mér þykir þetta mjög áhugaverð bloggsíða hjá þér! bæði það sem þú segir um kirkjur, og það sem þú segir um að hægt sé að trúa án kirkju. Það get ég sko staðfest.

við vorum einhverntímann að rökræða  um uppruna kabbala, ef þú skyldir ekki muna eftir mér, en það er ekki málið núna. ég vil bara koma með athugasemd sem er svona;

þetta tengist jú greinilega allt, uppruninn á þessari Lilith hugmynd í fornum menningarsamfélögum, og svo hvernig þessi hugmynd er enn við lýði og í notkun í dag, t.d í femínismahreyfingum. búin að lifa í gegnum allt þetta, í dulspeki og þjóðsögum gyðingdóms.

og þú sannar á vissan hátt það sem ég var að halda fram um kabbala, þ.e að hugmyndin um Lilith er ekki komin úr zoharnum, heldur er þetta ævaforn þjóðsaga, eldri en Biblían án efa. sem betur fer eru svona þjóðsögur merki um eitthvað í hugarferlum mannanna sjálfra, ekki raunverulegar yfirnáttúrulegar vættir.  það er aldrei hægt að rekja uppruna þjóðsagnamótífa, þau eru yfirleitt sammannleg og ævaforn.

halkatla, 30.7.2007 kl. 02:05

2 Smámynd: Jóhann Helgason

Hæ Anna já ég man eftir þér takk fyrir

compliment á síðuna mína  já  það er rétt hjá þér Lilith hugmynd í fornum menningarsamfélögum. það er minnst á hana í biblíunnineðanmals í gyðinga biblíunni í Jesaja 34: 14 enska  þýðinguni & gyðinga þýðingunni bæði neðan máls svo á ég

 & talmud  er lika minnst á hana gyðingar seigja það náttúrlega talað um 2 sköpunar sögur í biblíunni

ég á fult af diskum um kabbala, & talmud & zohar mér fyrnst ævaforn þjóðsaga gyðingdómsins heilla mig rosalega mikið

ég á næstum allar apokrýfur bækurnar gamla testamensins ( Eða Gyðinga bækurnar ) 'eg er safna þeim skrýtið áhugmál he he  . 'eg fór inná siðuna þina Anna hún er rosalega góð

Jóhann Helgason, 30.7.2007 kl. 02:37

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góður Jói, flott grein, Anna Karen þetta er besti vinur minn, og ég meina ekki bara online!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.7.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband