Velkomin á blogg síðuna mína

Angels 1
Þegar við erum veik í trúnni...

Þá er hann hafði lokið máli sínu í áheyrn lýðsins, fór hann til Kapernaum. Hundraðshöfðingi nokkur hafði þjón, sem hann mat mikils. Þjónninn var sjúkur og dauðvona. Þegar hundraðshöfðinginn heyrði um Jesú, sendi hann til hans öldunga Gyðinga og bað hann koma og bjarga lífi þjóns síns. Þeir komu til Jesú, báðu hann ákaft og sögðu: „Verður er hann þess, að þú veitir honum þetta, því að hann elskar þjóð vora, og hann hefur reist samkunduna handa oss.“
Jesús fór með þeim. Þegar hann átti skammt til hússins, sendi hundraðshöfðinginn vini sína til hans og lét segja við hann: „Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Þess vegna hef ég ekki heldur talið sjálfan mig verðan þess að koma til þín. En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,? og hann fer, og við annan: ,Kom þú,? og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,? og hann gjörir það.“
Þegar Jesús heyrði þetta, furðaði hann sig á honum, sneri sér að mannfjöldanum, sem fylgdi honum, og mælti: „Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú.“ Sendimenn sneru þá aftur heim og fundu þjóninn heilan heilsu.
Lúk. 7:1-10

Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn. Og það erum vér. Heimurinn þekkir oss ekki, vegna þess að hann þekkti hann ekki. Þér elskaðir, nú þegar erum vér Guðs börn, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Hver sem hefur þessa von til hans hreinsar sjálfan sig, eins og Kristur er hreinn.
1. Jóh. 3:1-3
Þegar við erum kjarklaus

Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.
Matt. 5:11-12

Á allar hliðar erum vér aðþrengdir, en þó ekki ofþrengdir, vér erum efablandnir, en örvæntum þó ekki, ofsóttir, en þó ekki yfirgefnir, felldir til jarðar, en tortímumst þó ekki. Jafnan berum vér með oss á líkamanum dauða Jesú, til þess að einnig líf Jesú verði opinbert í líkama vorum. Því að vér, sem lifum, erum jafnan framseldir til dauða vegna Jesú, til þess að líf Jesú verði opinbert í dauðlegu holdi voru. Þannig er dauðinn að verki í oss, en lífið í yður. Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: „Ég trúði, þess vegna talaði ég.“ Vér trúum líka og þess vegna tölum vér. Vér vitum, að hann, sem vakti upp Drottin Jesú, mun einnig uppvekja oss ásamt Jesú og leiða oss fram ásamt yður. Allt er þetta yðar vegna, til þess að náðin verði sem mest og láti sem flesta flytja þakkargjörð Guði til dýrðar.
Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt. Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.
2.Kor. 4:8-18

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband